Samfylkingin gæti mögulega myndað ríkisstjórn með þrennu móti -

Miðað við þessa niðurstöðu eru bara tveir möguleikar í stöðunni fyrir Samfylkinguna:  Að freista þess að mynda ríkisstjórn með VG - eða reyna að stefna saman breiðfylkingu gegn Sjálfstæðisflokknum.

Hins vegar er annað 

Miðað við niðurstöðuna þá er ekki tölfræðilega marktækur munur á annarri skiptingu þingmanna

S - 21

V - 17

B - 8

O - 3

D - 14 

Sem þýðir að Samfylkingin gæti myndað ríkisstjórn á miðjunni - með meirihluta.    Samt sem áður mæli ég enn og aftur með þeirri leið að leita sem víðtækastrar samstöðu um aðgerðir - til skemmri tíma innanlands og um meginlínur í uppbyggingarstarfi og endurreisn - með ESB aðildarumsókn.   Hræddur um að slíkt gerist aldrei í samstjórn með VG - einum.

Lít svo á að Bogi Ágústsson hafi enn einu sinni verið fastur í gömlum taumdrætti fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar hann velti því upp að Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað tvenn konar ríkisstjórn.   

Held að fréttin sé að Samfylkingin gæti mögulega átt kost á tvenns konar eða jafnvel þrenns konar ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins.   Ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins er amk. alveg borðleggjandi - en mér er ekki sama hvernig hún verður mynduð - eða um hvað.


mbl.is S- og V-listar bæta heldur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Benidikt .

 Ég er sammál þér það er áhugavert að huga að myndun stjórnar eftir kosningar.

 En sporin hræða,mín skoðun er sú að kreppann dýpkar ef SF og VG mynda stjórn.

 Skattahækkanir og lækkun launa benda í þá átt, einnig vantar úrræði fyrir fyrirtækin og heimilin,ekki er gæfulegt að allur rekstur verði í eign hins opinbera.og stjórnvöld skamti okkur það sem við eigum að lifa af.

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 09:00

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bendi á að í sjónvarpsumræðum sagði Bjarni Benediktsson að Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti nýjum sköttum en viðurkenndi að til greina kæmi að breyta sköttum. Sem auðvitað þýðir skattahækkun.

Þetta er bara orðhengilsháttur til að breiða yfir það hvernig flokkurinn ætlar sér að jafna hinn gríðarlega halla ríkissjóðs sem við blasir.

Ég er sammála því sem Jóhanna Sigurðardóttir sagði í sjónvarpsviðtali að ekki megi miða aukna skattheimtu við of lága upphæð, til dæmis 500 þúsund á mánuði, vegna þess að það gæti hitt fyrir fólk sem í raun er nálægt miðlungstekjum en er með dugnaði að reyna að borga af hárri greiðslubyrði skulda.

Ómar Ragnarsson, 22.4.2009 kl. 09:15

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ef kosningaúrslit verða á þessa lund er það frábær sigur fyrir VG og Samfylkinguna.

Borgarahrefingin hangir inni með 3 menn, sem eru líka tíðindi.

Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð.

Bogi Ágústsson hefði átt að benda á eitthvað af þessu, en sá faglegi stjórnmálaskýrandi veltir upp spurninunni hvort Sjálfstæðisflokkurinn geti myndað ríkisstjórn. 

Með fylgið í sögulegu lágmarki og flokkurinn einangraður í stjórnarskrármálinu. Kemur virkilega til greina að hann leiði næstu ríkisstjórn. Ég segi; "Nei, Bogi".

Jón Halldór Guðmundsson, 22.4.2009 kl. 09:29

4 identicon

Ég er aftur á móti ósammála. Það er rakinn óþarfi að setja saman e.k. miðjustjórn. Þetta var nú kallað miðjumoð í den og þótti Framsókn iðulega til óþurftar.

Við þær alvarlegu og óvenjulegu aðstæður sem eru uppi núna, er kjörið tækifæri að fá nýja tegund stjórnar, þ.e. hreina vinstri stjórn. Ef Framsókn er alvara með að halla sér til vinstri, þá gætu þeir veitt henni jákvætt aðhald og stutt góð mál sem sú stjórn kemur með. Þannig gæti Framsókn orðið stjórntæk á ný. Sjálfstæðisflokkurinn á ekkert erindi í ríkisstjórn a.m.k. næstu tvö kjörtímabil, á meðan hann gerir upp frjálshyggjuóráðið sem hann hefur verið haldinn.

Hinrik (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 09:33

5 identicon

Bíði bara við eftir ca 2 á r springur vinstristjórnin, og mynnist orða minna, þá vill engin vinstri stjórn.

Sporin hræða þegar vinstristjórnir hafa verið við völd í ca 2 á springa þær og fara í hlanspreng til Sjálfstæðisflokksins og biðja um hjálp. Þetta segir sagan okkur.

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 09:36

6 identicon

Bara eitt, Ekki mynda ríkisstjórn fyrr en eftir kosningar.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband