Skattastefna - og Norræna leiðin fremur en hin Amerísk-Enska

Já Norræna velferðarstjórnin ætlar að færa okkur með ákveðni í átt að því Evrópska líkani sem skattleggur talsvert grimmt - - en ráðstafar fjármunum með fullri alvöru til að reka öflugt og gagnlegt heilbrigðiskerfi og öldrunarþjónustu - - og skólakerfi sem er rekið án gjaldtöku almennings.

Vonandi taka stjórnvöldin forustu einmitt núna og bjóða upp á gjaldfríar skólamáltíðir fyrir öll börn - - endurgjaldslausar skólabækur fyrir framhaldsskólanemendur og tannlækningar fyrir börnin.

Niður með skattfríðindi og dekur  við miðaldra og eldri karla sem eru á góðum launum og njóta fríðinda launagreiðanda - - og burt með dekur við fjármagnseigendur á öllum aldri . . . .

. . . auðvitað eigum við að borga skatta langt til jafns við það sem tíðkast í Danmörku Noregi og Svíþjóð . . . . . og gera á móti kröfur um aukna skilvirkni í mennta- og heilbrigðiskerfinu . . . .

. . . sérstaklega þarf að fjárfesta í börnum og umgjörð barnafjölskyldnanna þegar kreppan ríður yfir.

Ég vil borga aukna tekjuskatta á meðan ég er enn frískur og fær . . . en svo vil ég njóta gjaldfrís aðgengis að þjónustu ef ég veikist og þegar ég gerist gamlaður


mbl.is Skattar svipaðir og 2005-2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Bensi minn farðu nú að koma á kóræfingu og spjalla við okkur Bigga við erum að plana það hvernig er best að taka við búinu frá vinstri mönnum eftir svona ca 18 mánuði jafnvel fyrr , þér er velkomið að taka þátt í viðreysn Íslands því margt sem kemur frá þér er þó nokkuð gáfulegra en frá þínum flokki. En þessu skatta tali þínu gef ég falleinkun og segi , Ísland getur ekki sett hérna á stofn norrænt vellferðarkerfi við erum einfaldlega of fá og þar afleiðandi skattstofninn of lítill til að fjármagna þvílíkt battery það verður að blanda þessu saman eins og gert er nú og fyrir utan það að við höfum einfaldlega ekki efni á því í dag, þetta eru draumórar.

p.s

Við söknum þín úr kórnum

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 11.5.2009 kl. 22:45

2 identicon

Þar sem við erum svo fámenn þjóð eigum við aðeins séns í norrænt velferðarkerfi ef minnkað er sukkið og svínaríið sem hægri menn vilja hafa fyrir sig, sínar fjölskyldur og einkavini.

Rósa (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 07:00

3 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Rósa , ég ætla að hafa þetta stutt í tillitsemi við Bensa vin minn.

Passaðu þig á upphrópunum og alhæfingum, það að menn aðhyllis hægri stefnu í stjórnmálum er ekki samasem merki á sukk og svínarí. Og ef þú heldur það að það fyrirfinnist ekki sukk og svínarí hjá samfélögum sem eru vinstra megin, þá ertu ekki neitt sérstaklega vel lesin, málið er bara það að hér hefur aldrei áður verið hrein vinstri stjórn og með völdum kemur oft spilling.

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 12.5.2009 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband