Leiðrétting á vísitöluhækkun lána er réttlætismál og efnahagsaðgerð . .

en ekki björgunaraðgerð fyrir einstaklinga.

Ástæðan er sú að skuldsettur almenningur ber enga persónulega ábyrgð á hruninu og á því ekki að takast á við afleiðingar gengishrunsins í gegn um persónulegan fjárhag fjölskyldunnar.  Ríkisvaldið þarf að koma hér að með leiðréttingu á verðtryggingunni í gegn um hrunið.

Fyrri ríkisstjórnir tóku stöðu með öllum sparifjáreigendum og tryggðu allar innistæður upp í topp - og það var einkum efnað fólk sem naut þess að lágmarksviðmið Tryggingasjóðs Innistæðueigenda var ekki látið gilda (við 3,5-4milljónir).   Sparifjáreigendum var ekki einasta tryggður höfuðstóll um áramót 2007-2008 - heldur fengur þeir alla sína vexti og verðbætur - sem ýktist vegna hrunsins.  Þeim var því tryggð ÁVÖXTUN VEGNA ÓGÆFU ÞJÓÐFÉLAGSINS.

Fyrri ríkisstjórn beindi amk. 200 milljörðum inn í peningamarkaðsreikninga í föllnu bönkunum - á kostnað almannasjóða og flestir fengu þannig allan sinn höfuðstól og margir verulega ávöxtun á árinu 2008.

Það eru ekki einasta jafnræðisrök og réttlætisrök fyrir leiðréttingu á höfuðstól lána - það eru líka hörð og einföld efnahagsleg rök og markaðsleg.

Það bendir allt til þess að 50 þúsund fjölskyldur sitji í eignum sem eru með veðhlutfall í 85% eða upp fyrir 100%.   Yfirveðsettar eignir skipta ekki um eigendur nema greitt sé inn á höfuðstól - eða lán fært niður.    

Til að fasteignamarkaðurinn þokist af stað og verðmyndun og sala geti farið fram þá þarf að lækka höfuðstól áhvílandi lána á flestum eignum - og þannig gætu fjölmargir sem orðið hafa fyrir tekjufallinu selt sig frá vandanum.

Umfram allt verður að lækka greiðslubyrði fjölskyldnanna almennt þannig að þvingaðar greiðslur af lánum taki til sín allt ráðstöfunarfé fólks með lækkandi laun.    Verði ekki við brugðist er hætta á að hrunið haldi áfram og verði að lokum algert.

Krafan um kjarkaðar og framsýnar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar SF og VG  - mun bara þyngjast.  N'u er það okkar flokksmanna stjórnarflokkanna að framkalla efnislega vinnslu og rökræðu - með hraði.   Tíminn er naumur og kosningabaráttan með sínum klisjum á að ver að baki.   Engin tillaga er á borðinu önnur en leiðréttingarleiðin . . . . og alltof lengi hafa forystumenn stjórnarflokkanna þverskallast . . þrátt fyrir samþykktir landsfunda sinna flokka.


mbl.is Leiðréttingu, ekki ölmusu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband