Færsluflokkur: Bloggar
Valhallar-blaðamannafundurinn var auðvitað tragíkómedía - - og átakanlegur. Það var ekki síður átakanlegt að sjá myndað á það þegar Gísli Marteinn og Hanna Birna laumuðust saman út um bakdyrnar og létu sig hverfa.
Tímasetningin - - vandræðagangurinn og aulaskapur Villa og allra hinna - - er sennilega einsdæmi. Hanna Birna og Gisli Marteinn hafa kannski bæði misst af þeim möguleika að taka við þegar Villi er orðinn "banvænn" - eins og sagt var hér áður. Það er ekki leiðtogaefni sem laumast af vettvanginum þegar tækifæri er til að sýna sig og ná tilteknu frumkvæði.
Hef áður sagt að Kjartan hafi leikið á þau þegar hann náði Ólafi F heim til sín í mat (kallinn var svangur) og var góður við hann. Það að Kjartan skyldi svo hringja í Villa og fara með leyniorðið ("flugvöllur fer ekki neitt") - koma býsna skýrt fram á þessum sérkennilega blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum - - og undirstrikast á forsíðumynd á Mogganum - þar sést hvernig flokkadrættirnir leggjast.
Af fjórum í Borgarstjórn veðja ég á Kjartan ef þeir ætla um leið að halda Ólafi F inni - - - því Hanna Birna og Gísli Marteinn eru farin að skipuleggja byggð á flugvellinum í Vatnsmýrinni og verða því ekki "lím fyrir Ólaf F" - - sem þarf að halda með einhverju svo hann tolli.
![]() |
Óánægja blaðamanna skiljanleg" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2008 | 22:42
Portes lætur Sjálfstæðisflokkinn heyra það . . . . . .
Afneitunin í gjaldeyrismálum er stórhættuleg - eins og ég hef alltaf sagt!!!!
Sjálfstæðisflokkurinn er hinn raunverulegi efnahagsvandi - - studdur af Vættinum við Arnarhól og kjarklausum afturhaldstittum - í allri pólitík. Nú er svo komið að ruglinu REIkjavík verður að fara að linna þannig að alvöru tök á efnahagsmálunum og gjaldeyrismálum og EVRU-nálgun komist að.
Geir nú duga ekki þessir "strúta-taktar" - lengur. Við viljum stöðugleika og samkeppnisskilyrði fyrir atvinulíf og betri kjör fyrir heimilin í landinu. Slíkt kemst ekki á að nýju með fljótandi dvergkrónuna - ISK - og okurvextina sem eru að sliga allan rekstur og skerða afkomu heimilanna og landsbyggðarinnar sérstaklega.
Áfram Samfylking; - réttið hendur til Viðskiptaráðs og Samtaka Atvinnulífsins - og særið fram forvígismenn í launþegahreyfingunni - til að takast á við að ná stystu leið til EVROPU-stöðuleika.
Þannig mun okkur jafnaðarmönnum bara fjölga.
![]() |
Hægfara evruvæðing skaðleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 20:02
Kemur ekki á óvart að Ólafur F og Villi "viðutan" skori ekki hátt
Sannarlega fyrirsjáanlegt að vinsældir þessa skelfilega meirihluta séu í lágmarki.
Maður sem talar um "heilindi" - en er sjálfur ber að því að fara á bak við félaga sína og vera falur fyrir vegtyllur - mun aldrei skora. Það er staðfest að framkoma Ólafs F gagnvart Degi B Eggertssyni og þeim stuðningi sem hann fékk frá Degi við endurkomu sína úr erfiðum veikindum - er með ólíkindum . . .
Svo að Ólafur sjálfur hefur viðurkennt að það votti fyrir samviskubiti hjá honum gagnvart Degi.
Svo fer Villi á alþjóðlega fundi sem "borgarstjóri" - - ekki er það nú til að skapa jákvætt viðhorf né traust.
![]() |
Fáir ánægðir með nýjan meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 00:20
Spaugstofan klikkar ekki . . . . eina ferðina enn
Skemmtunin var með innihaldi - og býsna þrungin að þessu sinni. "Eign þvottahúss ríkisspítalanna" - -var öflug nálgun og síbylju-endurtekning á 6527 var rétt eins og í "Lost" - þar sem "The magic number" - gekk aftur og aftur.
Sérstaklega þótti mér brandarinn sem var knýttur aftan við "með valtarann" taka öllu öðru fram; horfið og alveg til enda . . . endilega; þessi vinkill á erindi vi okkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2008 | 14:24
Það fara ekki allir fötin hans Björns Inga..... og alls ekki með "smjörklípuaðferð" Guðjóns Ólafs
Aðferðir stjórnmálaflokka við að afla fjár eru margvíslegar . . . . og sennilega hafa ýmsir reikningar ekki verið skýrðir nákvæmlega réttum nöfnum í aðdraganda kosninga gegn um árin. Hvort einhver stjórnmálaflokkur hefur þar gengið lengra en annar skal ég ekki reyna að segja - - en það hefur valdið nokkurri öfund í gegn um árin hversu öflugir fjáraflamenn hafa dregið að til að kosta kosningaáróður Framsóknarflokksins margsinnis við kosningar síðust 15 árin. Áður var það opinbert leyndarmál og líklega alls ekkert leyndarmál að kaupfélögin og fyrirtæki SÍS fjármögnuðu Framsóknarflokkin bæði beint óbeint.
Bréf Guðjóns Ólafs kann að spretta af því eitthvað verulega gruggugt sé við fjáröflun og ráðstöfun fjármuna sem aflað var kring um kosningar 2006 í Reykjavík. En það er ekki nýtt af nálinni og ekki líklegt að það sé einsdæmi hjá Framsókn að frambjóðendur hafi bíla og búnað, aðstöðu og uppihald og að líkindum líka fatnað - á kostnað framboðsins - - meðan eldurinn brennur og framjóðendur eru sumir beinlínis tekjulausir á meðan.
Framsetningin bendir til þess að það sé afar óheilbrigt ástand í Framsóknarflokknum og lítið framboð á góðviljaðri leit að samstöðu og heilindum í starfi. Framsetningin segir meira um Guðjón Ólaf - - þó hún skaði Björn Inga örugglega - - en hún skaðar Framsóknarflokkinn mest til lengdar.
Fyrirfram hafði ég býsna neikvæðar hugmyndir um Björn Inga sem stjórnmálamann - - meðan hann vann fyrir Halldór Ágrímsson fannst mér hann ömurlegur (en líklega var það Halldór sem var ömurlegur og háskalegur sbr. ævisögu Steingríms Hermannssonar og Guðnasögu SER). Meirihlutamyndun hans með Vilhjálmi var yfirgengilega græðgisfull - - og hann gekk þar mjög á lagið.
Við það ferli sem pólitísku dvergarnir sex í Sjálfstæðisflokknum keyrðu af stað - undir ofstækipressu öfgaarmsins þeirra Davíðshólmsteinsbjarnasonar - varð Björn INgi skyndilega að nýjum pólitíkusi. Frammistaða hans í Sifri Egils þá í kjölfarið var eftirminnilega öflug. Þar upplifði ég það skyndilega að Björn Ingi kynni að hafa skapast sem alvörupólitíkus með rökræna yfirvegun - - jafnvel þótt han hafi á bak við sig sögu og feril sem ég mundi aldrei hæla. Það er ekki þar með sagt að hann sé pólitíkus sem ég vil styðja - - en mér finnst hann eiga að njóta sanmælis og fá sín tækifæri. Þarna er Guðjón Ólafur sennilega algerlega óssammála mér. GÓJ vill ekki að Björn Ingi fá vinnufrið til að þroskast frekar sem stjórnmálamaður. Vonandi þroskast BIH í góðu samstarfi við Dag B Eggertsson og annað gott fólk úr hópi jafnaðar og félagshyggju. Við sjáum þá í hvað föt hann fer
![]() |
Gagnrýnir fatapeninga framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2008 | 20:52
Takk til ÍRA og Sundfélagsins Óðins fyrir heiðursviðurkenninguna
Gömlu hjónin í Löngumýrinni fengu heiðursviðurkenningu frá Íþróttaráði Akureyrar á hátíð Íþróttamanns Akureyrar í gærkvöldi.
Við hjónin ásamt þeim Gunnari Hallssyni og Guðmundi Brynjarssyni sem einnig voru heiðraðir af ÍRA. Við þökkum fyrir okkur og óskum íÞróttafólkinu sem hlaut viðurkenningar til hamingju sem og þeim öðrum sem voru heiðraðir.
Það er þakkarvert að fá tækifæri til starfa fyrir íþróttahreyfinguna og sérstaklega að fá að kynnast öflugu íþróttafólki og vinna með jákvæðum konum og körlum í metnaðarfullu umhverfi.
Þátttaka okkar Helgu í starfi Sundfélagsins Óðins og síðan innan Sundsambands Íslands hófst og stóð með þátttöku dætra okkar í sundi og ástundun þeirra og keppni um lengri tíma - næstum 20 ár. Sundsamband Íslands (SSÍ) og íþrótta- og ólympíuhreyfingin undir merkjum ÍSÍ - innanlands og á alþjóðavettvangi - hefur gefið mikið til baka. Það sem upp úr stendur er vonin um að einhvers staðar hafi maður virkilega lagt lið - - og svo minning um góðar stundir með samstarfsfólki. Svo höfum viðauðvitað eignast hópa af góðum vinum og kunningjum í kring um sundið og starf undir merkjum ÍSÍ.
Aftur takk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2008 | 22:30
Arna Matt skandallinn ekki úr sögunni - - jafnvel ekki þó Kastljós láti ráðherrann vaða uppi
Hörmung að sjá að spyrill Kastljóss var úti á þekjunni í viðtalinu við Árna í gærkvöldi. Helga Seljan var haldið frá - líklega eftir "Jónínumálið" - þar sem Helgi lagði sig fram við að draga fram ábyrgð og tengslahlið ráðherra.. . . . .
Minni bara á að framferði Árna Matt er einsdæmi og óvenjugróf valdbeiting á síðari árum. Vitna bara í álit dómaravalsnefndarinnar;
- "Í þau sextán ár, sem dómnefnd hefur verið að verki vegna umsókna um störf héraðsdómara, hafa dómsmálaráðherrar fram að þessu iðulega virt rökstudda niðurstöðu nefndarinnar þótt þeir hafi ekki ævinlega valið þann umsækjanda, sem dómnefnd setti í fyrsta sæti, ef slíkri röðun var beitt, heldur valið annan úr hópi þeirra, sem taldir voru hæfastir. Við það er að sjálfsögðu ekkert að athuga enda er umsögn nefndarinnar ætlað að fela í sér faglega ráðgjöf án þess þó að binda hendur veitingarvaldsins. Eins og tilgangi með tilvist dómnefndar af þessu tagi er háttað er hins vegar óhjákvæmilegt að ætla að veitingarvaldinu séu einhver takmörk sett við val sitt, að minnsta kosti með hliðsjón af góðum og vönduðum stjórnsýsluháttum og raunar ekki síður sjálfstæði dómstólanna. Dómnefndin telur að settur dómsmálaráðherra hafi við skipun í embætti héraðsdómara nú farið langt út fyrir slík mörk og tekið ómálefnalega ákvörðun, sem er einsdæmi frá því að sú tilhögun var tekin upp að sérstök nefnd legði rökstutt hæfnismat á umsækjendur. Með þessari ákvörðun hefur ráðherra ekki aðeins vegið að starfsheiðri og tilverugrundvelli dómnefndarinnar heldur einnig gengið í berhögg við það yfirlýsta markmið með stofnun hennar á sínum tíma að styrkja sjálfstæði dómstólanna og auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdarvaldsins og einvörðungu valdir samkvæmt hæfni."
Málið heldur áfram - - og versnar frekar enn hitt eftir því sem fleiri af Sjálfstæðisforystunni og stuðningsmönnum þeirra taka til máls . . . .
Nú er allt annað en gaman að sjá hvernig ríksstjórnin missir vinnufriðinn og trúverðugleikann . . . .þetta má er dæmi um það sem menn eiga ekki að gera í pólitík - - amk. ekki á fyrsta ári kjörtímabilsins í nýrri stjórn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2008 | 23:01
Rækjaveiðar og vinnsla úr sögunni? - ekki er það nú gott . . .
Hörmung að vita til þess að rækjuveiðar hérlendis skuli vera að mestu fyrir bí - - og vinnsla senn úr sögunni. Lokun Strýtu er bara í takti við það sem hefur verið að gerast um nokkuð langt skeið í rækjunni og næstum fyrirséð. Fólk missir vinnu með tilheyrandi óöryggi og afkomubresti. Því miður hafa einhverjir ekki að neinu tryggu að ganga.
Rifja upp þegar það var ágreiningsefni 1979-1980 þegar frumkvöðullinn Snorri Snorrason á Dalvík freistað þess að fjármagna sérsmíði á rækjuveiðiskipinu Dalborgu. Kerfið og pólitík Sjálfstæðisflokksins hafnaði því þá og taldi að rækjuveiðar væru ekki arðbær atvinnuvegur. Snorri náði áfanga með því að leggja allt undir og meira en það og með þrákelkni frumkvöðulsins komust rækjuveiðar á flug. Ekki mörgum árum síðar voru veitt 34 rækjuvinnsluleyfi á einu ári. Þar fór eins og í svo mörgu að alltof margir fóru af stað á sama tíma og hugðust veiða sömu krabbadýrin í sama sjónum. Blómatími ríkti um skeið - - og margir högnuðust vel. Sumir veðjuðu á rækjuna öllu sínu - - einmitt þegar grundvöllurinn var brostinn rétt eins og gerðist á Húsavík. Svo hrundu stofnar og veiðisvæði - - og verðið hrundi á mörkuðum . . samkeppni frá öðrum svæðum skaut menn út.
Saga rækjuveiða og vinnslu verður vonandi skráð - - og þekkingin varðveitt þó hverfandi starfsemi sé haldið úti nú um skeið. Rækjan kemur kannski aftur og verðlagið verður þá vonandi af viti - - og vonandi líka gengisskráning og rekstrarskilyrðin í vinnslunni almennt brúkleg. Hvenær það verður . . . . .?
![]() |
Rækjuvinnslu hætt á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.1.2008 | 08:25
Sérkennilega sorglegt og reyndar alveg fáránlegt . . lyfjasukk og spilling í íþróttunum
Enn og aftur verða áhugamenn um íþróttir fyrir áföllum þegar stjörnurnar falla. Minnist frægðarsólar Marion Jones frá Sydney - var svo heppinn að fá að vera fararstjóri sundmanna á leikunum og þannig hafði ég aðgang að frjálsíþróttakeppninni.
Það eru því miður alvarlegir veikleikar í lyfjaeftirliti enn þá - og alveg ferlegt að svona gömul mál séu að spilla fyrir því sem þó hefur áunnist. Einhverra hluta vegna virtust frjálsu íþróttirnar seinni að taka við sér en margar aðrar greinar - - - en vandamálið er alls staðar.
WADA og Canadískir yfirmenn alþjóðlegs lyfjaeftirlits mega sín auðvitað lítils ef stjórnendur íþróttamála í einstökum löndum eru gerspilltir. Það eru stórfyrirtækin í lyfja- og lífstílsgeiranum í USA sem hafa reynst erfiðust í þessu máli . . . og því hefur það dregist í fjölda ára - - öllum til tjóns og alþjóðlegum íþróttum og Ólympíhreyfingunni til skammar.
![]() |
Marion Jones dæmd í sex mánaða fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2008 | 22:48
Frábær Sigmundur Davíð í Silfrinu
Takk fyrir alveg frábæra innkomu í Silfrið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Skipulagsmálin þurfa svona innslag - - og takk fyrir það Egill.
Þetta ættu allir að horfa á . . . . . . . Minnist slysa í Calgary i Kanada
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)