Mótsagnir í röksemdum greiningaraðila og bankastjórnar Seðlabankans

Er meira og meira undrandi á því hvað hefur gripið um sig meðal greiningaraðila og fjármálafyrirækjanna eftir að Davíð lét höggið ríða.  Enginn aðili spáði vaxtahækkuninni og nú fuma þeir allir og fleipra . . . .  og bollaleggja einungis um það "hvað bankastjórn Seðlabankans hyggist fyrir" - við næstu ákvörðun.  Ekkert er rýnt í hagþróunina teljandi - engin teoría fyrir opin-dverghagkerfi er leidd fram  - heldur er spáð í geðslag og duttlunga.

Komin upp gamalkunnug staða þar sem fleiri og fleiri aðilar  - - eru orðnir skelkaðir - - og vita ekki hvað gerist næst þegar "hurðunum verður skellt" - - - -  bíða milli vonar og ótta.

Þetta er óeðlilegt ástand í efnahags- og stjórnmálum og það er ríkisstjórnarinnar að grípa í taumana og kalla aðila til "þjóðarsáttar" - - að nýju.  Í þjóðarsátt 2007-2008 er ekki rúm fyrir Seðlabanka og "-vættinn við Arnarhól"

Nýjar lausnir þurfa að koma til.  Öll samtök atvinnulífsins eru farin að kalla og flestir marktækir aðilar á vinnumarkaði . . . .  nú er lag fyrir klára stjórnmálamenn....

Bensi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sammála þér að það er ekki pláss fyrir þennan herskáa stíl seðlabankastjóra í litróf stjórnmálana.

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.11.2007 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband