Ný forysta og stjórnun . . . byggð á virkjaðri tilfinningagreind Golemans

Breyttir tímar færa okkur því betur oft og iðulega nýjan og víðtækari skilning.  Eitt af því sem fjölþjóðlegir staumar hafa verið að færa okkur hingað til Íslands eru breytt viðhorf til stjórnunar.   Skilningur á persónulegum styrkleikum og hæfni og um leið mikilvægi samskiptalæsis og öflugt vald á tilfinningum og geðbrigðum eru verðmæti sem hver og einn einstaklingur ræður yfir - í mjög mismiklum mæli.  Þetta er það sem einkennir það sem kallað er tilfinningagreind; Emotional Intelligence (EQ).  Daniel Golman  /Wikipedia - alfræðin

Nú hefur íslenski atvinnumarkaðurinn  - - og smátt og smátt skólafólkið í landinu - byrjað að nýta sér þá pælingu sem Daniel Goleman hefur fært okkur - ásamt sínu samstarfsfólki - - ekki síst Richard Boyatzis og Annie Mackee.  Goleman sótti sér hugtök sem aðrir höfðu formað á undan honum ma. Payne (PhD, 1985) og seinna félagarnir Mayer og Salovey (1990).    Það var með bókinni Emotional Intelligence, 1995 sem ævintýri Golemans virkilega hófst.   Bókin varð "bestseller" og hefur verið meira og minna í hillum bókabúðanna síðan.  Frá þeim tíma hefur Goleman verið vinsæll fyrirlesari og gefið út nokkrar bækur  - m.a. Working with Emotional Intelligence, 1998, og síðan  Primal Leadership, 2002 og enn síðar Social Intelligence 2006.   Bókin Forysta og tilfinningagreind  kom út hérlendis fyrir tveimur árum og hefur náð talsverðum lestri skólafólks og stjórnenda í sjálfsstyrkingarhugleiðingum og með starfsmannaáhuga.  Öflugir félagar hans reka vefsetur sem uppfærir nýjustu hræringar í þessarri orðræðu.

Hérlendis höfum við verið svolítið óheppin með kynningu á hugtökunum og pælingum Golemans.  Fyrst vegna meingallaðrar þýðingar á bókinni Tilfinningagreind og síðar vegna þess að öflugir andróðursmenn með tiltekinn fræðahroka hafa lagt talsvert á sig til að vefengja hugmyndir og rannsóknir og ekki síður rökfærslu Golemans.  

Goleman flytur okkur öflugar pælingar og sannfærandi rök - sérstaklega góða uppeldisfræði fyrir fólk á öllum aldri.   Ekki endilega "mikil vísindi" í þröngsýnum gamaldagsskilningi - en hagnýta þekkingu og velviljað upplegg.   Prívat er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst pælingum Golemans - og alveg handviss um að ég er betri einstaklingur og öflugri starfsmaður - og álít að þess vegna eigi ég möguleika á meiri lífsfyllingu og jafnvel hamingju.   

Þessarri þekkingu er ég hreykinn að fá að miðla í örlitlum mæli til nemenda í meistaranámi í skólastjórnun í kennaradeild Háskólans á Akureyri - og einnig meðal nemenda í námskeiði um þekkingarstjórnun (Knowledge Management) í viðskiptadeild HA.  

Var einmitt að kenna öflugum hópi áhugasamra nemenda í dag .. . . . .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband