Of mikil lækkun skatta . . . . . er varasöm

Nú síðustu dagana hefur verið vitnað talsvert í Laffer þann sem þykist hafa fundið upp á því snjallræði að boða skattalækkanir - jafnvel í því skyni að hækka með slíku heildartekjur ríkissjóðanna.   Laffer ráðlagði Reagan-stjórninni sem sat frá 1981-1989 og lækkaði að sönnu skatta en hlóð á sama tíma upp fjárlagahalla sem gamli Bush tók í arf og margfaldaði.

Allir vita að Chile og Nýja-Sjáland tóku gríðarlega skattlækkunarsyrpu - - í eftirtanka Reagan-Thatcher tímabilsins - og öll helstu samanburðargögn sýna okkur nú að frjálshyggjan og skattalækkunaröfgarnar í þessum löndum hafa stórskaðað efnhag og sköpunargetu þessarra samfélaga.

Nýlega hafa margir frjálshyggjupostularnir lofsungið árangur Eystrasaltsríkjanna - - sem sannarlega hefur verið á uppleið . . efnahagslega  - en þar voru menn sannarlega að leggja af stað úr litlu.  Nú er þeim hins vegar spáð býsna harðri lendingu - eftir brattan vöxt - sérstaklega Lettlandi.   

Í Eistlandi er búið að keyra með flatan skatt og lága skattheimtu.  Þar er líka býsna erfitt að finna nein alvöru einkenni Evrópska velferðarríkisins - - misrétti er ráðandi einkenni í enahagslegri skiptingu.    Fyrir hvern er slíkt eftirsóknarvert?

Lágir skattar - - og skattalækkanir á Íslandi síðustu 3-5 ára - hafa aukið þensluna og vakið verðbólgu - og standa núna undir þessum fráleitu vöxtum mörgu öðru fremur.   Svo er biðlistaþjóðin búin að slá sjálfa sig til riddara með því að búa ömurlega að öldruðum - í þvinguðu sambýli ef þeir á annða borð komast inn á vistheimil - biðlistar eftir sjúkrahúsvist - og greiðslur fyrir komur til lækna svo verulegu nemur fyrir þá sem lítið hafa.  Skólakerfi sem hefur ekki staðið undir hækkuð menntunarhlutfalli svo nokkru nemur  síðustu 5-7 árin - - og rekstrarvandi í framhaldsskólum . . og samgönguvandamál í vaxandi mæli.

Fyrir hvern er svo verið að lækka skattana á velstæðum borgurum? - - og fyrir hvern er verið að lækka fyrirtækjaskattana niður fyrir það sem þekkist meðal  nágrannaþjóðanna - - - ?

Skattalækkanir á þenslutíma eru þensluhvetjandi og - - - verðbólguaukandi - - um leið dregur úr getu velferðarkerfisins og skólakerfis - - - er þess vegna röng aðgerð . . . . og mistök

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband