Höfum við ekki tíma?

Sjálfur þykist ég hafa mér það til afsökunar flesta daga að ég hafi ekki haft tíma til klára þetta eða hitt  - eða sinna einstökum verkum.    Oftast er það rétt  því mér hefur ekki lánast að skipuleggja mig frá því að bregðast við tilfallandi verkefnum og úppákomum - og einbeita mér að fyrirframákveðnum verkefnum.  Það er ekki minn stíll . .  við stjórnun.

Held að þetta sé eðlilegur hluti í umhverfi sem er með takmarkaðan mannafla - - og þar sem margt er að gerast.      Lít á það sem ákjósanlegan hlut að það séu áfram að berast ný verkefni - - og mörg eldri verkefni komist ekki á dagskrá.  Sé samt að á þessu verður að vera hóf  - í allar áttir.  Það er t.d. ekki þolandi að sömu hlutirnir drabbist  - mánuðum eða árum saman hjá fyrirtækinu - - - - nema þá að þeim sé beinlínis aflýst.

Á heimilinu er saman sagan - - mér finnst ég ekki hafa tíma...... og kemst ekki nærri því yfir allt sem er á áhugasviðinu eða hefur verið sett á dagskrá. 

Þegar ég verð búinn að öllu þá má frú Helga væntanlega fara að panta síðustu ferðina fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband