Viðskiptaráðherra er á réttri leið . . .

Það eru mörg verkefni sem viðskiptaráðherran Björgvin G Sigurðsson bryddar upp á þessar vikurnar.  Hann er að sinna neytendamálunum og stöðu almannastofnana og fyrirtækja sem hafa ýmist verið rænd eða vanrækt.

Sparisjóðunum var rænt  - - og þeir stofnfjáreiengendur sem fengu að halda á hlut hafa leyst alla hagsmuni til sín sjálfra (fyri utan Sparisjóð Svarfdæla og örfáa aðra smásparisjóði).  Háskalega stór hluti af því sem eftir var af "samvinnuarfinum" - frá mektardögum kaupfélaga og SÍS - lenti í örfárra höndum - og sumt með óútskýrðum hætti.

Sjálfseignarstofnanir og "non-profit" starfsemi hverskonar hefur litla lagavernd hérlendis  - - og samvinnufélögin hafa ekki þróast út á svið sérfræðiþjónustu - né heldur fest sig í starfsgreinfyrirtækjum neitt í líkingu við það sem hefur gerst í flestum nágrannalöndum.  Húsnæðissamvinnufélögin hafa lítillega fótfest sig - en alltof lítið vegna þess að þeim var haldið í pólitískri gíslingi skömmtunarkerfis íbúðalána og síðar lóðaskömmtunar sveitarfélaga.

 Viðskiptaráðherra neytendamála er að vinna sig upp á pólitíska himinninn - - og stefnir örugglega áfram á að sameina "félagshyggjuöflin" - um öll góð mál.  (Nú verður spennandi að vita hvort Framsóknarflokkur Guðna bakkar Björgvin upp)

 


mbl.is Löggjöf um sparisjóði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband