Aðventukvöld í Akureyrarkirkju - - nokkur fjöldi fólks. Organistinn í talsverðum ham - - kórinn býsna kröftugur.
Slyddan úti truflar engan - - ekki til skaða.
Inga í Laufási (ekkjan hans sérs Péturs Þórarinssonar) - var einlæg og rifjaði upp minningabrot - - bara fín. Lenti samt í því að gera ráð fyrir að allir viðstaddir vissu hver hún væri - - og hver hann hefði verið þessi Pétur . . . . en það er nú bara eins og það er.
Það rifjaðist upp í morgun þegar ég hlustaði á Bó Halldórs hjá Möggu Blö , , og hann söng texta Friðriks J Erlingssonar . . . . "þar sem nefnt er að ávextir úr dós - - séu jólaminning".....
Rifjaði upp margt fleira fyrir þann sem er 55 ára plús.....
Stemmingin við undirbúning jóla og aðventu. Hún Helga mín er að tína fram jóladótið - - sem okkur hefur safnast í búskapnum til þessa. Hún heldur öllu á sínum stað og í réttum umbúðum. Áður en vari er jólaskreyting í Löngumýri 20 "orðin okkar skreyting" - af því dótinu fylgja minningar og stemming. Gaman að því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.