Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju

Síðasta sunnudag bauð Kór Akureyrarkirkju upp á "jólasöngva" sína og flutti prógrammið tvisvar.    Undirbúningurinn var nokkuð strangur og ýmislegt sem át tímann frá kórfélögum - m.a. frestun á flugi frá Kaupmannahöfn - þar sem nýráðinn annar organisti sinnir nokkurs konar "fjarþjónustu" frá Danmörku.    

Að bjóða fólki án gjaldtöku á þennan jólasöng -  og bjóða viðstöddum upp á að syngja með í þekktum lögum - er orðin býsna föst hefð í starfi Kórsins . . . . og nú með þátttöku sóknarinnar beint.     Sjálfum finnst mér mikilvægt að lengja ekki athöfnina með biblíulestrum og bænahaldi - - og veit að sama gildir um marga af okkar fastagestum.    Sr. Óskar og Sr. Sólveig Halla voru stuttorð - - en það þarf ekkert að fara út í bænastagl - og við megum ekki ætlast til að gestir þoli okkur illa lesna afdankaða pistla.

Mér finnst kórfélagar vinna gott verk með þessu og þannig leggja að mörkum til samfélagsins í aðdraganda jóla.    Enda mætum við skilningi og jákvæðum viðtökum hjá næstum því öllum þar sem við leitum stuðnings.     Fætur margra kórfélaganna munu örugglega hafa verið orðnir nokkuð þrútnir - við lok söngs um kvöldið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gleðilega hátíð!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 24.12.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband