Hátíðlegt í aftansöng í Akureyrarkirkju - Gleðileg jól öll

Hátíðlegur aftansöngur - - á aðfangadagskvöld.  Sr. Óskar H Óskarsson og organistinn Eyþór Ingi voru með "samtalspredikun" - - sem vakti athygli.   Góður Sr. ´´Oskar  . . . náði til fólks með einfaldri boðun og umhugsunarverðri nálgun.     Kirkjan var troðfull eins og vera ber.   Kórinn var svolítið grisjaður . . . . margir með kvef og flensu en samt sungið - með hjálp koníaks-toddýs.

IMG_0690

Þetta er byrjun á jólum okkar Helgu.   Afgangurinn af fjölskyldunni fæst ekki lengur til að koma með.  Það bar til þannig að fyrir einhverjum árum - - voru foreldrar með verulega óþæg börn sín sem voru látin leika lausum hala í kirkjunni - undir aftansöngnum - og meðhjálparinn náði engum tökum á ástandinu.   Bassarnir í kórnum reyndu að stara á foreldrana og fá þá til að bregðast við en án árangurs...............  Síðan hafa dætur alveg afsagt að fara í kirkjuna á aðfangadagskvöld.   Skil ekki fólkið sem enn kemur með illa undirbúin börn sín í hátíðarstundina - - - það hlýtur að vera erfitt fyrir börnin ekki síst.   Enn var óþarft ónæði af óróa í börnum í gærkvöldi..........   þó presturinn eigi erfitt með að reka börnin frá sér á jólum - - -  varla í anda Frelsarans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband