Ráðherrar - gjafir og greiðar; þörf fyrir siðareglur í viðskiptum og stjórnmálum

Mér sýnist þær fregnir að Landsbankinn beri vín í ráðherrana - - þokkalegt vín - ættu fyrst og fremst að draga athyglina að því að skortur er á reglum sem tryggja gagnsæi í samskiptum aðila í stjórnmálum og í viðskiptum.   Síðustu 15 árin hafa slíkar reglur rutt sér til rúms í viðskiptalífinu í nágrannalöndunum og hafa kauphallir gengið þar á undan.   Það hefur verið hert á kröfunni um slíkar reglur eftir Pharmalat og Enron skandalana - sem urðu til vegna þess að skúrkar komust til áhrifa og fóru sínu fram - - með mútum og spilltum sérgæðisaðferðum.

Geir og Ingibjörg - eiga leikinnStjórnmálamenn á Íslandi hafa lág laun og eru illa varðir gagnvart gjöfum og greiðum frá fyrirtækjum og mógúlum sem margir hverjir reyna að hafa áhrif á ákvarðanir.  Einkavæðing síðustu ára og í nágrannalöndum hefur allt of oft gefið grunsemdum um spillingu undir fótinn - - með réttu eða röngu.   Í Kanada og Þýskalandi hafa stjórnmálamenn nýlega misst sín embætti vegna þess að þeir þágu greiða, boð eða gjafir frá stórfrirtækjum.   Fjáröflunum í kosningasjóði flokka og einstaklinga er nú hvarvetna reynt að setja takmörk.    Helmut Kohl gekk laskaður frá leik stjórnmálanna vegna spillingar  - - við Tony Blair hangir óviðfelldinn hali spillingarmála . . . vegna fjárframlaga aðila sem síðan fengu greiða á móti.

Held að það sé best fyrir alla að setja skýrar siðareglur innan fyrirtækjanna og sérstklega í kauphöllinni - - reglum sem yrðu þá forsenda að fjárfestingum t.d. lífeyrissjóðanna.

Um leið vildi ég sjá tvennt gerast gagnvart stjórnmálamönnum;  annars vegar að laun alþingismanna yrðu hækkuð verulega - gerð amk. sambærileg við laun framkvæmdastjóra í meðalstórum og stærri fyrirtækjum - sem þýðir þá líklega á bilinu 1-2 milljónir á mánuði.    hins vegar vildi ég sjá að þeim yrði gert að afsala sér öllum öðrum launuðum verkefnum og beinum hagsmunum af eigin rekstri og eignarhaldi - og bannað að taka við gjöfum eða greiða umfram sýndargjafir eða smálega hluti og þá að slíkt sé allt skráð hjá eftirlitsnefndum Alþingis.    Ráðherrum yrði síðan gert að fjarlægja sig ennþá skýrar öllum hagsmunatengslum og hættu á árekstrum - bæði fyrir og á meðan á ráðherradómi stendur.

Ef Landsbankinn kýs að senda fjölmennum hópum - - áhrifamanna og ráðamanna - gjafir um jól þá má líta á það sem aðferð við PR - - og gæti tæplega verið grundvöllur fyrirgreiðslu - - en ef gjöfin er stór og hópurinn þröngur  og sérvalinn - - - þá getur hófsemdarhjal ráðherranna orðið meira en vandræðalegt.


mbl.is Ráðherrar fengu vín frá Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband