Guðlaugur Þór með sýndarmennsku - - sem ekki er heiðarlegt þegar er réttbúið að samþykkja fjárlögin

Ég fagna mjög þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að fella niður komugjöld barna hjá heilbrigðisstofnunum.   Hef lengi reynt að halda fram því sjónarmiði að slík gjöld séu óeðlileg - - og ranglát og alveg sérlega á þeim tímum sem verið er að lækka skatta á ríku fólki.

Það er hins vegar hvorki heiðarleg né góð pólitík af heilbrigðisráðherra að breyta samsetningu komugjaldanna núna - þegar rétt er búið að samþykkja fjárlögin fyrir árið 2008.   Það er líka óeðlilegt að gera þetta "góðverk" á kostnað annarra sjúkra - - á kostnað öryrkja og aldraðra.

Nei Guðlaugur Þór - í ofanálag ertu að reyna að skreyta þig með fjöðrum frá Samfylkingunni - sem flokkur þinn hafnaði í aðdraganda og við frágang fjárlagafrumverpsins.   Þetta er léleg pólitík og verður þér og þínum flokki ekki til framdráttar.

Það er og verður ranglát skattheimta að taka komugjöld af veiku fólki - og lækka skatta á okkur sem erum í þokkalegum efnum og á sæmilegum launum - - frísk og fullvinnandi.   Það er hluti af mannréttindum mínum í vestrænu velferðarsamfélagi að fá að borga skattana á meðan ég er fullvinnandi og fær um  - - og vita að ég verði ekki rukkaður fyrir þá sjúkdóma og þá ellihrörnun sem ég kynni að verða fyrir síðar.  Það er á sama hátt mikilvægur hluti af mínum réttindum að borga skatta - og þess vegna nokkuð hærri skatta - - núna og standa með því undir öflugri og markvissri fjárfestingu í menntun og rannsóknum og þróunarstarfi til að skapa forsendur fyrir efnahagslegum vexti og velsæld næstu áratuga.   'I þeirri fullvissu að þá verði öflugur hópur ábyrgra borgara á vettvangi efnahagslífsins - al´búinn að greiða sanngjarna skatta til að standa undir flottu þjónustukerfi fyrir okkur - - sem vanist höfum lúxus og lífsgæðum á velmegunardögum Íslenska hagkerfisins.


mbl.is Börn greiði ekki komugjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Fyrir utan að hér verða aldraðir og öryrkjar látnir borga hluta brúsans af ákvörðun að undanþiggja börn og unglinga komugjöldum. Tek undir að heilbrigðiskerfið eigi að greiðast í gegnum skattkerfið. Komugjöld ættu að lækka og reyndar gera þau það ef þau standa í stað. Já, af hverju var þetta ekki í fjárlögunum?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.12.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband