Af veðurhamnum - og þök fjúka.......

Heyrði áðan í Eyþóri frænda mínum í Baldursheimi.   Hann sá á eftir þakinu af fjárhúsunum síðdegis í dag.  Rétt áður hafði hans ágætu eiginkonu verið feykt fyrir húshornið - - þeim til aðhláturs báðum þar sem hana sakaði ekki.

Man eftir því hvað hlákustormurinn í skammdeginu gat verið skelfilegur - - og reyndar á ég minningar um að fjúka í vatnið heima á Grænavatni - þegar svellað var og hlákublautt með suðaustanhvassviðrinu.   Engan sakaði þá  - - en við munum óttann sem tengdist veðurhamnum og upprifjunum af ótímabærum dauða eins af uppáhaldsfrændunum hjá mínu fólki á Grænavatni.

Þannig vandist ég á að þakka fyrir hvern stórviðrisdaginn sem leið án þess að menn hlytu skaða eða líkamstjón - - að ekki sé minnst á það versta sem komið gat fyrir í veðrum.

Eins gott að björgunarsveitirnar séu í viðbragðsstöðu - - því ekki munu gróðapungar og sérgæðingar mæta á sveitabæi til að festa þök og tryggja öryggi óvarkárra á jöklum.  Styrkjum sjálfboðastarfið - - og samhjálparhugsunina...........IMG_0384Það er einfaldlega ekki alltaf logn . . . .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband