Kvótakerfið hefur brugðist; - og kvótaskerðingu þarf að svara með nýrri atvinnustefnu.........

Kvótakerfið hefur ekki skilað okkur vaxandi þorskstofni á 20 árum . . . . .  það hefur mistekist.   Stofnum hrakar - enda búið að beina veiðum á hrygningarstofnanan og "stóru þorskamæðurnar" eru ennþá drepnar af græðg ógæfumannsins (svo vísað sé til Canadískra þjóðsagna).

Kvótakerfið var ranglátt frá upphafi - með úthlutun gjafakvóta . .  til kvótagreifanna.      Kvótakerfinu þarf að stíga út úr. . .  með einhvers konar fyrningu á 4-7 árum.

Rannsóknarstarf fiskifræðinga þarf að eflast og skila okkur greiningu á því hversu margir og aðskildir stofnar eru við landið.   Þetta þarf að fara fram með því að Hafró verði aftengt hagsmunasamtökunum og pólitískum handstýringum - og háskólaumhverfið virkjað til að skila af sér grunnrannsóknum.

Um leið þarf að friða það sem eftir er af kórallasvæðum og hraunum á sjávarbotni - - þannig að uppeldissvæði verði virkari.....

Störfum í sjávarútvegi og landbúnaði mun bara halda áfram að fækka . . . . . og við því þarf ríkisvaldið að bregðast með því að skapa forsendur fyrir umsköpun atvinnulífsins

ÞAð nýja atvinnulíf sem tekur við vinnuafli framtíðarinnar verður ekki byggt á öðru en hækkuðu menntunarstigi - - og fjárfestingu í rannsóknum og umgjörð um þekkingardrifinn iðnað og hátækni.   Til þess þarf bæði orku og háhraðatengingar - - auk þess samgöngur....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband