10.1.2008 | 20:13
Nýr vinkill á kvótakerfið - - það er jú rosalega óréttlátt
Gaman að sjá að það er kominn upp nýr vinkill á óréttlæti kvótakerfisins. Vonandi hjálpar það okkur að taka upp siðmenntaða orðræðu um það hvernig við breytum kerfinu - - til að draga úr óréttlæti þess og megingöllum.
Kannski er nú versti gallinn sá að við höfum ekki nægar grunnrannsóknir og faglega þekkingu - - til að geta byggt á siðaða ráðgjöf við stjórnmálin. Hafró er plöguð af innviklun og hagsmunatengingum - - og forstjórinn er löngu kominn á tíma.
Mannréttindanefndin hefur fellt sinn úrskurð og það er alveg óhugsandi annað en við tökum málið upp til yfirvegaðrar umræðu. Í Guðs-bænum látum nú ekki Einar Guðfinnsson og Friðrik Arngrímsson og gömlu grátkerlingarnar í hópi hagsmunaaðila LÍÚ ráð umræðunni - - hún verður að fá vitsmunalegt rými. LandbúnaðarGeiri (Sigurgeir ráðuneytisstjóri) - - þarf að halda aftur af sér í yfirlýsingunum þannig að hann verði ekki búinn að skamma Samfylkinguna áður en "ráðrúm gefst til að hugsa" um afleiðingarnar.
Íslensk stjórnvöld breyti fiskveiðistjórnunarkerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.