Arna Matt skandallinn ekki úr sögunni - - jafnvel ekki þó Kastljós láti ráðherrann vaða uppi

Hörmung að sjá að spyrill Kastljóss var úti á þekjunni í viðtalinu við Árna í gærkvöldi.   Helga Seljan var haldið frá  - líklega eftir "Jónínumálið"  - þar sem Helgi lagði sig fram við að draga fram ábyrgð og tengslahlið ráðherra.. . . . .

Minni bara á að framferði Árna Matt er einsdæmi og óvenjugróf valdbeiting á síðari árum.  Vitna bara í álit dómaravalsnefndarinnar;

  • "Í þau sextán ár, sem dómnefnd hefur verið að verki vegna umsókna um störf héraðsdómara, hafa dómsmálaráðherrar fram að þessu iðulega virt rökstudda niðurstöðu nefndarinnar þótt þeir hafi ekki ævinlega valið þann umsækjanda, sem dómnefnd setti í fyrsta sæti, ef slíkri röðun var beitt, heldur valið annan úr hópi þeirra, sem taldir voru hæfastir. Við það er að sjálfsögðu ekkert að athuga enda er umsögn nefndarinnar ætlað að fela í sér faglega ráðgjöf án þess þó að binda hendur veitingarvaldsins. Eins og tilgangi með tilvist dómnefndar af þessu tagi er háttað er hins vegar óhjákvæmilegt að ætla að veitingarvaldinu séu einhver takmörk sett við val sitt, að minnsta kosti með hliðsjón af góðum og vönduðum stjórnsýsluháttum og raunar ekki síður sjálfstæði dómstólanna. Dómnefndin telur að settur dómsmálaráðherra hafi við skipun í embætti héraðsdómara nú farið langt út fyrir slík mörk og tekið ómálefnalega ákvörðun, sem er einsdæmi frá því að sú tilhögun var tekin upp að sérstök nefnd legði rökstutt hæfnismat á umsækjendur. Með þessari ákvörðun hefur ráðherra ekki aðeins vegið að starfsheiðri og tilverugrundvelli dómnefndarinnar heldur einnig gengið í berhögg við það yfirlýsta markmið með stofnun hennar á sínum tíma að styrkja sjálfstæði dómstólanna og auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdarvaldsins og einvörðungu valdir samkvæmt hæfni."
  •  Málið heldur áfram - - og versnar frekar enn hitt eftir því sem fleiri af Sjálfstæðisforystunni og stuðningsmönnum þeirra taka til máls . . . .

    Nú er allt annað en gaman að sjá hvernig ríksstjórnin missir vinnufriðinn og trúverðugleikann . . . .þetta má er dæmi um það sem menn eiga ekki að gera í pólitík - - amk. ekki á fyrsta ári kjörtímabilsins í nýrri stjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband