17.1.2008 | 20:52
Takk til ÍRA og Sundfélagsins Óðins fyrir heiðursviðurkenninguna
Gömlu hjónin í Löngumýrinni fengu heiðursviðurkenningu frá Íþróttaráði Akureyrar á hátíð Íþróttamanns Akureyrar í gærkvöldi.
Við hjónin ásamt þeim Gunnari Hallssyni og Guðmundi Brynjarssyni sem einnig voru heiðraðir af ÍRA. Við þökkum fyrir okkur og óskum íÞróttafólkinu sem hlaut viðurkenningar til hamingju sem og þeim öðrum sem voru heiðraðir.
Það er þakkarvert að fá tækifæri til starfa fyrir íþróttahreyfinguna og sérstaklega að fá að kynnast öflugu íþróttafólki og vinna með jákvæðum konum og körlum í metnaðarfullu umhverfi.
Þátttaka okkar Helgu í starfi Sundfélagsins Óðins og síðan innan Sundsambands Íslands hófst og stóð með þátttöku dætra okkar í sundi og ástundun þeirra og keppni um lengri tíma - næstum 20 ár. Sundsamband Íslands (SSÍ) og íþrótta- og ólympíuhreyfingin undir merkjum ÍSÍ - innanlands og á alþjóðavettvangi - hefur gefið mikið til baka. Það sem upp úr stendur er vonin um að einhvers staðar hafi maður virkilega lagt lið - - og svo minning um góðar stundir með samstarfsfólki. Svo höfum viðauðvitað eignast hópa af góðum vinum og kunningjum í kring um sundið og starf undir merkjum ÍSÍ.
Aftur takk
Athugasemdir
Innilegar hamingjuóskir, Bensi og Helga - það gladdi mig að sjá frá afhendingunni í Aksjón um daginn ... set hér einn galdrakarl líka: ... og annan að blístra:
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.1.2008 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.