19.1.2008 | 14:24
Það fara ekki allir fötin hans Björns Inga..... og alls ekki með "smjörklípuaðferð" Guðjóns Ólafs
Aðferðir stjórnmálaflokka við að afla fjár eru margvíslegar . . . . og sennilega hafa ýmsir reikningar ekki verið skýrðir nákvæmlega réttum nöfnum í aðdraganda kosninga gegn um árin. Hvort einhver stjórnmálaflokkur hefur þar gengið lengra en annar skal ég ekki reyna að segja - - en það hefur valdið nokkurri öfund í gegn um árin hversu öflugir fjáraflamenn hafa dregið að til að kosta kosningaáróður Framsóknarflokksins margsinnis við kosningar síðust 15 árin. Áður var það opinbert leyndarmál og líklega alls ekkert leyndarmál að kaupfélögin og fyrirtæki SÍS fjármögnuðu Framsóknarflokkin bæði beint óbeint.
Bréf Guðjóns Ólafs kann að spretta af því eitthvað verulega gruggugt sé við fjáröflun og ráðstöfun fjármuna sem aflað var kring um kosningar 2006 í Reykjavík. En það er ekki nýtt af nálinni og ekki líklegt að það sé einsdæmi hjá Framsókn að frambjóðendur hafi bíla og búnað, aðstöðu og uppihald og að líkindum líka fatnað - á kostnað framboðsins - - meðan eldurinn brennur og framjóðendur eru sumir beinlínis tekjulausir á meðan.
Framsetningin bendir til þess að það sé afar óheilbrigt ástand í Framsóknarflokknum og lítið framboð á góðviljaðri leit að samstöðu og heilindum í starfi. Framsetningin segir meira um Guðjón Ólaf - - þó hún skaði Björn Inga örugglega - - en hún skaðar Framsóknarflokkinn mest til lengdar.
Fyrirfram hafði ég býsna neikvæðar hugmyndir um Björn Inga sem stjórnmálamann - - meðan hann vann fyrir Halldór Ágrímsson fannst mér hann ömurlegur (en líklega var það Halldór sem var ömurlegur og háskalegur sbr. ævisögu Steingríms Hermannssonar og Guðnasögu SER). Meirihlutamyndun hans með Vilhjálmi var yfirgengilega græðgisfull - - og hann gekk þar mjög á lagið.
Við það ferli sem pólitísku dvergarnir sex í Sjálfstæðisflokknum keyrðu af stað - undir ofstækipressu öfgaarmsins þeirra Davíðshólmsteinsbjarnasonar - varð Björn INgi skyndilega að nýjum pólitíkusi. Frammistaða hans í Sifri Egils þá í kjölfarið var eftirminnilega öflug. Þar upplifði ég það skyndilega að Björn Ingi kynni að hafa skapast sem alvörupólitíkus með rökræna yfirvegun - - jafnvel þótt han hafi á bak við sig sögu og feril sem ég mundi aldrei hæla. Það er ekki þar með sagt að hann sé pólitíkus sem ég vil styðja - - en mér finnst hann eiga að njóta sanmælis og fá sín tækifæri. Þarna er Guðjón Ólafur sennilega algerlega óssammála mér. GÓJ vill ekki að Björn Ingi fá vinnufrið til að þroskast frekar sem stjórnmálamaður. Vonandi þroskast BIH í góðu samstarfi við Dag B Eggertsson og annað gott fólk úr hópi jafnaðar og félagshyggju. Við sjáum þá í hvað föt hann fer
Gagnrýnir fatapeninga framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.