24.4.2008 | 09:23
Ólafur Stephensen; - til hamingju með tækifæri þitt sem ritstjóri . . . og gangi þér vel
Hef trú á því að Ólafur Stephensen og nýlegir eigendur Morgunblaðsins muni breyta blaðinu. Mogginn hefur farið býsna hratt niður á við - - - eftir að njóta uggvænlegrar einokunarstöðu í fákeppni sinni frá þeim tíma sem hin flokksblöðin lögðu upp laupana.
Mín skýring er sú að Matthíasarvinkillinn hafi verið sjálfstæðri afstöðu Moggans afar mikils virði - - og birting dagbóka Matta Jó - sýnir það etv. best að hann hafði nokkurn hita í haldi við þröngsýn valdasjónarmið Davíðs og fleiri manna í Sjálfstæðisflokknum.
Styrmir án Matthíasar - reyndist ekki fær um að halda þeim sjó sem þurfti til að Mogginn tæki forystu - í gegn um breytingatímabil fríblaða og nýrrar tegungar athafnamanna í íslensku viðskiptalífi.
Ólafur Stephensen vinnur í umboði nýrrar kynslóðar - - sennilega talsvert öðruvísi hugsandi fólks en "gamli-kjarninn" var. Ég vona innilega að Morgunblaðið verði aftur frjálslynt blað - - og boðberi mýkri sjónarmiða - - - og leggi hlutdrægni "Staksteins í Hádegismóum" - til hliðar. Ólafur Stephensen er vel fær um að móta sjálfstæði blaðsins í orðræðu nútímans . . . og hann skynjar örugglega að tímar hinnar öfgafullu frjálhyggju eru að baki - - og hann skynjar örugglega að hófsöm og borgaralega öfl í stjórnmálum þurfa að innleiða praktíska pólitík í Sjálfstæðiflokkinn í stað þeirrar hlutdrægu og hefnigjörnu valdapólitíkur sem Davíðstíminn skildi eftir.
Nýtt fólk mun stíga fram ef . . og fleiri en Þór Sigfússon, Ásdís Halla og Hanna Birna . .
Gangi þér vel Ólafur. Góður Moggi gerir okkur öllum gagn - - en slæmur Moggi getur orðið viðvarandi samfélags-djöfull . . . amk. meðan hann hefur 40% lestur og yfirburðarstöðu sem áskriftarblað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.