Sturla Böðvarsson er eitthvað að rugla; - ekki mundi Jón forseti líklegastur til að mótmæla frjálsu verslunarsambandi við Evrópu

Nú seilist Sturla Böðvarsson lengra en góðu hófi gegnir og kennir Jóni Sigurðssyni forseta um hérvillingshátt Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum.

Sjálfstæðismenn voru á einum tíma fyrstir til að setja það á sína stefnuskrá að sækja bæri um aðild að ESB.  Seinna leiddi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar Ísland inn í EES samninginn . . . . . og í kjölfarið höfum við tekið upp 75-90% af tilskipunum ESB - án þess að eiga nokkurs staðar aðkomu að mótun þeirra og þróun - né hafa möguleika á aðlögunarfyrirvörum.

Hættið þessarri vitleysu Sjálfstæðisþingmenn - og hlustið á ykkar eigin þungavigtarfólk í atvinnulífinu!   Það er ekki tilviljun að meginsamtök í atvinnu- og viðskiptalífinu setja nú stefnu á Evrópunálgun - með EVRU sem gjaldmiðil.    Það er heldur ekki nema beinlínis bjánalegt að láta eins og við eigum að græða á aðildinni að EES  - en við eigum ekki að taka við skuldbindindi þátttöku í vinnslu og mótun regluverks og laga sambandsins.   Þessi mýta um að útlendingar séu á leiðinni að eyða auðlindum fiskimiðanna - ef við göngum í ESB er líka illa rökstudd - - það er enginn útlendingur með veiðireynslu skv. skilgreiningu ESB  - og það er heldur enginn sem er að fjárfesta í sjávarútveginum beint né óbeint. 

Því miður er það okkar eigin aumingjaskapur sem er á góðri leið með að eyða fiskistofnum - við þurfum enga hjálp í það . . . .    Svo er ranglæti kvótakerfisins með gjafakvóta-úthlutuninni og framsali og eignfærslu - - að verða okkur sjálfum alltof erfitt.

Nær væri að markaðsvæða kvóta hvers árs og bjóða hann upp (taka til baka kannski með fyrningartíma upp á 5-10 ár) - en skilyrða fiskveiðarnar hins vegar við að fiski sé landað í tilteknum landshlutum og fari þar á markað - - og að skilyrða það að áhafnir séu lögksráðar og róðrar séu farnir frá tilteknum höfnum og landshlutum . . .  um það má nefnilega semja við ESB eins og gert var í Bretlandi og á Möltur að einhverju leyti líka . . .

Nei Sturla þetta er eitthvert bull og ekki boðlegt í nafni SJálfstæðisflokksins - - ef hann vill skilgreina sig sem málsvara atvinnulífsins og heilbrigðra viðskipta (pro-business).


mbl.is Aðild að ESB ekki fýsilegur kostur segir forseti Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill, Benedikt og gleðilegt sumar. Ég hélt að fréttin ætti að vera um sómamanninn Guðjón Friðriksson, en blaðamaðurinn missti sig.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandið er tollabandalag sem er verið að þróa leynt og ljóst yfir í að verða eitt ríki. Sambandið hefur þannig í raun til lengri tíma litið ekkert með fríverzlun að gera, enda er hugmyndin að innri markaður þess verði innanlandsmarkaður þessa fyrirhugaða ríkis. Við eigum að stunda frjáls viðskipti við sem flesta í þessum heimi en ekki bara lítinn hluta hans og á sama tíma að fara með stjórn okkar mála sjálf eins og Jón Sigurðsson var talsmaður fyrir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 22:52

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og nei, við höfum ekki tekið yfir 75-90% af tilskipunum Evrópusambandsins. Meira að segja Eiríkur Bergmann Einarsson er hættur að halda þeirri vitleysu fram.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 22:55

4 identicon

Ó, þú hittir svo í mark með orðunum um okkar eigin aumingjaskap,, og fiskimiðin.

Við þurfum sko enga hjálp, við getum og höfum gert þetta alein.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 12:12

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Að eiga aðild að ákvörðunum um eigin málefni er nefnilega ekki bara valdaafsal, heldur fremur valdaendurheimt.

Jón Halldór Guðmundsson, 28.4.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband