Kjarkur og einstæður vilji til athafna gegn ranglætinu - lifir hann enn

Fádæma hugkvæmni og atfylgi þurfti til að bjarga þeim 2500 börnum sem Irene Sendler bjargaði.   Ekki var síst sú gjöfin sem hún gaf þeim að geta gefið þeim aftur upplýsingarnar um nafn sitt og fjölskyldusögu - fyrir utan lífið sjálft.

Minning slíks fólks lifir með afkomendum þeirra sem hluti lífgjöf sína - en við hin megum ekki láta eftir liggja.    Enn í dag eru hatur og fordómar undirrót viðbjóðslegra glæpa - yfirgangs, mismununar, ofbeldis, nauðgana og morða í okkar nærheimi og stríðstilburða og þjóðarmorða rétt utan seilingar EES/ESB - - - -fyrir ekki svo löngu.

Það er mikilvægt verkefni fyrir okkur öll að láta fordæmi slíkra afburða mannvina verða okkur hvatningu til að vinna af gagni gegn fordómum og hatri - yfirgangi og mannvonsku.   Ekki bara á hátíðis- og tyllidögum.


mbl.is Irena Sendler látin 98 ára að aldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Sammála

Sporðdrekinn, 12.5.2008 kl. 13:27

2 identicon

Amen.

...désú (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband