Höfum við virkilega efni á að hafa flugvöll í Vatnsmýri - - og í Keflavík?

Enn og aftur er þyrlað upp molviðri um Vatnsmýrarflugvöllinn.   Með eða á móti.    Ég flýg mikið og oft til Reykjavíkur og er ekki alltaf á leiðinni í miðbæinn.   Ég er stundum á leiðinni út úr landi - um Keflavík - - og þá þykir mér blóðugt að geta ekki farið beint frá Akureyri - - nema örsjaldan sem boðið er upp á það með morgunflugi.

Á sínum tíma var það ekki alveg tilviljun að FLugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Sandgerði eða í Höfnum (ekki með þetta á hreinu).   Þar var gamall hrepparígur - - og skammsýn hagsmunagæsla á ferðinni.     Með staðsetningunni var ráðið að tíminn sem fer í ferðir frá höfuðborginni lengist - - og gerir utanlandsferðina beinlínis dýrari fyrir einstakling og samfélag.

Spyrja má margra spurninga um einn alvöru flugvöll eða tvo innan 45 mínútna akstursfjarlægðar.

  • Hvers vegna erum við ekki með rafmagnsdrifnar hraðsamgöngur milli flugvallar og höfuðborgar - - ferðatíma um 20 mínútur?  Hagkvæmt og auðvelt?
  • Hvers vegna erum við að þrasa um þennan fluvöll eins og það skipti mestu og eina máli hvar hann sé staðsettur?
  • Hvers vegna er svona dýrt að fljúga innanlands? Hvers vegna tryggir hið opinbera ekki samkeppni á þessum markaði - - og beitir markaðsinngripi?
  • Höfum við efni á að byggja upp alveg nýjan flugvöll í Vatnsmýrinni - -til framtíðar?  Er eitthvert vit í því?
  • Höfum við ástæðu til að reka tvo flugvelli á SV-horninu - - með 45 mínútna akstursfjarlægð?  Er það ekki alltof mikið í lagt?

Ég held að það sé fyrst og fremst of dýrt að fljúga innanlands - - og staðir of fáir sem flogið er til.

Ég held að það sé alltof lítið gert í því að stytta vegi á milli landshluta og gera þá greiðfærari - - og engar almenningssamgöngur eru byggðar upp að gagni.  Akranesstrætó hefur miklu breytt er mér sagt.

Held til dæmis að það skipti meira máli fyrir okkur hér á Norðurlandi að leggja nýja Svínvetningabraut - - um H'unavelli og framhjá Blöndúósi og stytta vegalengdina milli Rvk og Ak  um 15 km - kannski meira máli en rífast um flugvöllinn.  Það heyrist samt lítið í okkar kjaftgleiðustu mönnum gegn þeim sem vilja vernda sjoppurekstur á Bönduósi.

Svo má líka minna á að hálendisvegir þurfa ekki endilega að liggja um Kjöl og slóðir þeirra Reynisstaðabræðra.   Það mætti nefnilega stytta leiðina beint úr Víðdal í V-Húnavatnssýslu og yfir í Borgarfjarðardali - - - jafnvel stytta leiðina um jafnmikið og talað hefur verið um að gera með Kjalvegi.

Kannski má þjóna neyðar- og öryggishlutverkum með flugvelli annars staðar en í Vatnsmýrinni - kannski á Álftanesi - - en endilega ekki vera að leggja upp einhverja vanhugsaða stórbyggingar - - sem væri svona Stalínisk Samgöngumiðstöð í  Vatnsmýrinni.    Slíka miðstöð mundu menn síðan ekki nota þegar "veldi keisaranna´" lýkur - hún gæti orðið svona nokkurs konar minnismerki um valdbeitingu.  Viljum við það?

Nei hættum að fljúgast á og skoðum málið í heild - - og ræðum okkur niður á skynsamlega og hagsýna lausn - - sem þjónar flestum eða jafnvel öllum landsmönnum nokkuð vel og varanlega.


mbl.is Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Benedikt, komdu sæll og blessaður.

Af hverju ekki flug til útlanda frá Akureyri? það yrði ódýrast fyrir þig og aðra að norðan, sem þurfa erlendis. Bara til t.d. London, og þá er komið í miðstöð alls sem er í fluginu. Hægt að panta á netinu flug til allra átta.

Þá þarf þjóðin bara að hlúa vel að sínum innanlandsflugvelli, fara að halda honum vel við og gera umhverfið geðslegra. Það er ekki hægt ef hann er alltaf á leiðinni út á Löngusker, Álftanes, Hólmsheiði eða þá Keflavík.

Og allir þessir staðir eru arfavitlausir því við höfum ekki efni á þeim og líka að höfuðborg án samgangna við allt landið er bara engin Höfuðborg.

Gerum þá Keflavík að höfuðborg Íslands.

Útlendingar vita núþegar ekkert annað um Ísland, nema Keflavik airport !!!

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband