Hörmung að ekki skuli fyrir löngu hafa verið gerð formleg aðgerðaáætlun vegna mögulegrar landgöngu hvítabjarna

Finnst allt benda til þess að Almannavarnir, lögregluyfirvöld og umhverfismálastofnanir hafi ekki staðið sig í stykkinu varðandi viðbúnað við "hvítabjarnarvá" - og því hafi viðbrögð aðili orðið að kjánalegum "strákaleikjum" löggustráka á byssudrengja í Skagafirði.

Það er því miður alveg rétt hjá umhverfisráðherra að það var enginn viðbúnaður til að deyfa eða svæfa dýrið - - enginn með undirbúið plan, - enginn með búr eða aðstöðu til að geyma björninn og enginn með undirbúning eða tækjabúnað og þekkingu til að flytja dýrið í dýuragarð  - eða til náttúrulegra búsvæða á Grænlandi eða ísnum norður af Svalbarða.

Það er hins vegar algerlega ófyrirgefanlegt að sjá þann heimskulega asnaskap sem varð augljós af því að lögreglan á Sauðárkróki lokaði ekki veginum yfir Þverárfjall - - þvert á móti safnaðist saman mannfjöldi á og við veginn . . . .  og svo hlupu fjölmiðlamenn um móana með vopnuðum strákum úr sveitinni - - og enginn virtist hafa stjórn á aðgerðum . . . .

Hefði ekki mátt prófa að færa bangsanum eins eina tvo til þrjá dilkaskrokka - - - og leggja þá út þar sem dýrið gat auðveldlega fundið af þeim lykt . . . . . ?  Hefði ekki mátt vakta dýrið - - - án þess síðan að þrengja að því - - - ?   - -jafnvel umkringja dýrið - meðan beðið var átekta og athugað hvort ekki mætti sækja deyfibúnað og vana menn með tæki og útbúnað til að geyma dýriða-  - og síðan flytja það til eðlilegra heimkynna?

Ég held að þarna hafi léleg vinna og heimskuleg viðbrögð lögreglunnar á Sauðárkróki  - raunverulega framkallað hættuna  - - sem þeir síðan segjast hafa verið að bregðast við.

Auðvitað eru hvítabrinir á landi - ekki nein lömb að aleika við - - eru stórhættulegir - - en þá má líka vakta.

Hvar var nú helvítis Víkingasveitin . . ?


mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband