Efnahagslífið á hraðri niðurleið - - - og enginn gerir neitt!

Undrar mig hversu lítil viðbrögð eru undirbúin eða bollalagt um gagnvart hinum mikla og hraða niðurgangi efnhagslífsins á Íslandi þessi vordagana.

Vitnað er í frálshyggjuöfgamenn sem enn reyna að telja fólki trú um að reglur og aðgerðir stjórnvalda og fjármálakerfis "sé hættulegra í sjálfu sér" heldur en kreppan.   Minna fer fyrir því að vitnað sé í þá háskólaprófessora og greinendur sem mæla með því að alþjóðlega verði sameinast um aðgerðir og opinbert regluverk - - til að koma í veg fyrir að fjármálafyrirtækin stundi vafasöm viðskipti sem velt geta utan á sig - - og leitt til keðjuverkana eða framkallað dómínóáhrif sem ekki sér fyrir endann á.

Það er vaxandi skilningur á því að "markaðurinn" er hvorki náttúrlögmál né heldur að hann hagi sér af upplýstri skynsemi - - markaðurinn getur ekki hagað sér með "siðferðilega verjandi hætti" - og alveg verður það sérlega erfitt fyrir markaðinn að bregðast við í kreppuástandi - - þar reyna allir að bjarga sér á kostnað náungans.

Frjálshyggjunni hefur verið greitt þungt högg - - og ástæða til þess fyrir frjálslynda jafnaðarmenn og hófsemdarmenn í hagfræðinni og pólitíkinni að reka nú flóttann - - þegar öfgarnar verða undan að láta.    Það þarf að afhjúpa áróður og lygavef frjálshyggjunnar - - og það þarf að stilla upp og draga fram þá meginkosti sem jafnvægislist hins blandaða hagkerfis - með öflugum viðskiptum á markaði og með samkeppniseftirliti - - þar sem regluverk og eftirlit og upplýsingaskylda - - gera aðilum erfitt fyrir að stunda ólög og halda úti markaðshamlandi einokunartilburðum - - . . . .

Í efnahags-lægðinni felast tækifæri fyrir klassískar lausnir jafnaðarstefnunnar og réttlætis og lýðræðisvæðingar  . . ..  okkar er að kunna að nota tækifærin . .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Áhugaverð færsla. Við gætum byrjað á því að vitna í nokkrar hallelújaræður forsætisráðherranna upp úr aldamótunum. Til dæmis áramótaræðurnar og einnig 17. júní ræðurnar. Jafnvel stefnuræður þessara ágætu manna.

Frjálshyggjan tók sitt lokapróf á Íslandi sem pólitískt leiðartákn í efnahagsstjórnun þjóða.

Og kolféll á prófinu.

Ég legg til að prófið fáist ekki endurtekið. 

Árni Gunnarsson, 10.6.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband