Hvar er nú viðbúnaðaráætlun Almannavarna, Lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar?

Ekki er langt liðið síðan ísbjörn var drepinn - vegna heimskulegs kæruleysis lögreglu og Almannavarna.   Engar varúðarráðstafanir -  gerðar með lokun vega og því að kalla fólk frá svæðum - engin viðbragðsáætlun og leiðsögn til hjá björgunarsveitum, lögreglu og Landhelgisgæslunni - - engar aðgerðir tiltækar til að fanga dýr af þessarri stærð og gerð - - engar áætlæanir um geymslu og flutning slíkra dýar  - í dýragarða eða á mjög Norðlægar slóðir . . . . .

Hvað hefur nú gerst eftir atburðina fyrir stuttu?   Hefur verið gerð áætlun um viðbrögð og eru Almannavarnir og lögreglan í stellingum?   Er Víkingasveitin tiltæk - að vakta dýrið - - verður sett út fóður fyrir dýrið áður en það fer til fjalls  - - eða leggur til atlögu við hús og fólk og búsmalann?

Nú er sem sé orðið morgunljóst að björninn sem felldur var fyrir 2 vikum  - var ekki einsdæmi - - - því annar er mættur.  Þeir gætu orðið fleiri á árinu 2008 - - - og margir á næstu árum  þó ekki sjáist neinn alvöru-hafís.

Hvar eru nú ráðherrar öryggismála - - með sína skotmenn og "Varnarmálastofnun" 


mbl.is Ísbjörn í æðarvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Auðvitað á ekki að drepa hann.  Vonum að ráðamenn reki af okkur slyðruorðið og bjargi honum.  Það fer að verða óþægilegt að skreppa út í heim.  Maður þorir varla að viðurkenna að maður sé Íslendingur, þjóð sem plaffar niður dýr í alvarlegri útrýmingarhættu.  Hugsandi fólk um allan heim lítur slíkt alvarlegum augum.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 16.6.2008 kl. 14:47

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Einmitt, Varnarmálastofnun. Til hvers er hún nú aftur?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.6.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband