Frjálshyggjubullinu þarf að reisa skorður . . . .

Ekki er nú alveg laust við að það hlægi mig að nokkrum dögum eftir að Íslenska ríkisstjórnin ákvað að beita Íbúðalánasjóði til að koma viðskiptabönkunum til hjálpar  - í lausfjárkrísu - skuli nú bornar brigður á lagalega stöðu Íbúðalánasjóðs.

Úrskurður ESA - (Eftirlitsstofnunar EFTA) byggist nær eingöngu á upplýsingum og gögnum frá fjármálaráðuneytinu íslenska og frá kærendum - sem eru íslensku bankarnir  - með Kaupþing í fararbroddi.    Þess vegna kemur heldur ekki á óvart sá heimskulegi hroki sem birtist frægum tölvupósti Hreiðars Más Sigurðarsonar forstjóra - þar sem hann segir það "ömurlega niðurstöðu" að ríkisstjórnin skuli bregðast við til stuðnings fasteigna- og byggingamarkaðarins.

 Þeir sem kæra(bankarnir) til ESA og þeir sem eiga að verja að eru í kreddubundnu sambandi við kærendur (frjálshyggjusveitin í Sjálfstæðisflokknum)  og eru um leið þeir aðilar sem gefa upplýsingarnar - sem sókn og vörnog úrskurður byggist á.  Núna síðast sáum við bullið í áróðurssveit Viðskiptaráðs - - sem beinlínis rangfærir rekstrarforsendur Íbúðalánasjóðs (að því er virðist til að koma klámhögginu á íbúðalánakerfið og Framsóknarflokkinn) í  nýrri skýrsluum umsvif hins opinbera (bls 19 og fl.).  

Nú er þörf á að allir sanngjarnir aðilar standi saman og verji almannahagsmunina gagnvart yfirgangi og öfgum Frjálshyggjunnar - -við sjáum hvaða hörmungar fjármálakerfið og lífskjaraumhverfi almennings hafa fengið yfir sig - - á síðustu vikum og mánuðum og ekki virðist neitt lát þar á.


mbl.is Gengur gegn ríkisstyrkjareglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að hundsa þessar ávítur. Vð erum sjálfstæð þjóð, er það ekki?

Varla fara þeir að hertaka okkur?

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband