14.7.2008 | 14:12
Ær í GSM sambandi - og "spjallað við bændur"
Skemmtileg frétt og áhugaverð rannsókn fyrir sveitamenn sem aldir eru upp við átrúnað á hrúta og reynslu af samheldni ættarhópa kinda í sumarbeit. Gemlingar og eldri ær leita á þær slóðir þar sem þær gengu sem sumarlömb. Þar lenda þær í því að hitta fleiri úr sama "klani" - en hvort það er vegna þess að skyldleikinn dragi þær saman eða hvort umferðin og staðsetningin ráði - er meiri spurning.
Ég legg til að skoðað verði í framhaldinu hvort skyldar ær í hópi og við þrengri beit koma öðruvísi fram hver við aðra heldur en við óskylda. Við vitum að kindur af nágrannabæjum - eða úr öðrum sveitum - hafa lent í einelti. . . . . . .
Þetta er þekkt amk. meðal hesta og fleiri hjarðdýra . . . . . . en hvað með kindurnar?
![]() |
Ærnar með gemsa og senda SMS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.