18.7.2008 | 17:43
Geir Haarde velur rangan mann: Frjálshyggjuslagsíðan skemmir Tryggva Þór
Vonandi að tímabundið starf Tryggva Þórs Herbertssonar hjá Askar Capital hafi læknað hann af verstu öfgunum. Hann á eftir að sýna það. "Slagsíðan" sem hann áður var margsinnis uppvís að meðan hann starfaði hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands leiðir til þess að mínu mati að honum verður ekki treyst af raunsærri armi Sjálfstæðisflokksins - og alls ekki treyst af jafnaðarmannaflokki Íslands.
Þetta lofar ekki góðu fyrir vitrænar aðgerðir ríkisstjórnar Geirs og sérkennilegt að hann skuli einmitt velja mann sem kemur úr þeim "campi-hagfræðinnar" sem hefur fengið hvert dúndurhöggið af öðru síðustu mánuðina. Ríkissafskiptin eru alls staðar aukin . . . skerpt á gangsæi og regluverk gert afmarkaðra . . . . þar sem stjórnvöld á annða borð þora að taka af skar.
Bretland og Bandaríkin eru dæmi um það . . . . . og síðan hefur Sarkosy heldur betur látið í sér heyra og Zappatero á Spáni . . . .Jafnvel Anders Fogh Rasmussen í Danmörku.
Sjáum hvort Tryggvi Þór hefur skynjað einhvern raunveruleika sem hann hefur getað lært af á sinni viðdvöl í hjaðnandi fjármálaheiminum . . . . Það væri nú óskandi fyrir allt þjóðfélagið okkar.
Góoða Helgi
Nauðsynlegt að ná niður verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.