5.10.2008 | 14:18
Seðlabankinn ekki að nýta sér norrænu seðlabankana...? - - og hví ekki?
Hér er spurt spurninga sem svör þurfa að fást við. Hér liggur líka í loftinu að forysta seðlabankans og fagvinna hefur alvarlega brugðist. Seðlabankastjóri nr.1 leikur einhverja óútskýrða einleiki . . .
Skipta þarf um forystu núna og ekki seinna en strax. Kannski Jón Sigurðsson fv. bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans ætti núna að verða Seðalbankastjóri - - og hafa annan Jón Sigurðsson fv. ráðherra og um tíma formann Framsóknarflokksins með sér við hlið . . . . ?
Aðgerðir til grundvallabreytinga á peningastefnunni geta ekki beðið stundinni lengur
Sænskur gjaldeyrisskiptasamningur ekki virkjaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jónarnir tveir yrðu góðir í djobbið - með Eddu Rós sem þriðja bankastjórann
Hallur Magnússon, 5.10.2008 kl. 14:44
Það er dálítið undarlegt, að fylgjast með aðgerðum Íslensku ríkisstjórnarinnar og seðlabankans.
Þeir gera nákvæmlega ekkert. Það vantar alla faglega vinnu hjá þeim, auk þess að þeir grípi til aðgerða, svipað og lönd í kringum okkur eru að reyna.
Mér finnst að ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér.
Sama má segja um seðlabankastjórn. Við þurfum nýtt faglegt fólk í þessi störf.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 8.10.2008 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.