IMF er það eina sem getur bjargað Íslandi og Íslendingum frá aumri ríkisstjórn og Davíðsku í Seðlabankanum . . .

Við áttum auðvitað að vera búin að leita allrar aðstoðar hjá IMF  - og sækja þangað fjárhagslegan stuðning og þekkingu á krísustjórnun á fjármálum og bönkum.   Við áttum auðvitað ekki síður að leita allra leiða til að vinna úr vandamálum íslensku bankanna og íslensks eignarhalds á bönkunum erlendis - með samráði við stjórnvöld og seðlabanka í viðkomandi löndum og til þess þurftum við auðvitað allan stuðning og stjórnun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum . . . . . .

Enn og aftur hefur hroki og heimska ráðamanna að - - og afleiðingar af taumleysi og yfirgangi útrásargræðginnar - - - -  orðið okkur til mörg-hundruð milljarða tjóns og varanlegs álitshnekkis og pólitískrar útilokunar.

Andstaða gegn því að leita til IMF skyldi þó ekki skýrast af því að IMF mundi krefjast þess að allar eignir gróðapunganna og einkavinanna sem fengu að sukka með bankana verða þá frystar og notað í þrotameðferð "fjármálakerfisins" íslenska.

Það þarf útlendinga og fjölþjóðasamtök til að bjarga okkur frá heimsku eigin valdsmanna og ráðamanna . . . . . . . og koma í veg fyrir að þeir enn og aftur gerir forréttindastéttinni mögulegt að skjóta undan því fé sem hún enn heldur á . . .


mbl.is Baksvið: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - með góðu eða illu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Við getum auðvitað fryst þessar eignir sjálf. IMF mun síðan gera kröfu um að virkjanirnar verði seldar, ásamt óveiddum kvóta upp í skuldirnar. IMF er með langa og hroðalega sögu þar sem þeir hafa rústað hverju landinu á fætur öðru með einkavæðingarbrjálæði. Það var t.d. gengið svo langt í Bólivíu að ekki var vatnið einungis einkavætt heldur líka nýting á regnvatni! Nei takk, frekar vil ég tala við Rússa eða jafnvel Kínverja ef Norðurlöndin geta ekki bjargað okkur.

Guðmundur Auðunsson, 10.10.2008 kl. 15:43

2 identicon

Rétt hjá þér Guðmundur. þetta eru glæpamenn. Skoðið þetta.

http://video.google.com/videoplay?docid=7065205277695921912

Sigurjón (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband