Meðan Davíð situr í Seðlabanka -

  . . . þá standa hans innistæðulausu yfirlýsingar um að Ísland borgi einungis 5-15% af erlendum kröfum.

Hann endurtók að Ísland hygðist hlaupa frá erlendum skuldum einstaklinganna; - hann endurtók það að  eftir þann aðskilnað sem gerður væri á innlendri og erlendri starfsem bankanna mundi íslenska ríkið verða lítið skuldsett.     Við sem hagkerfi mundum þannig hlaupa frá skuldunum.

Getur svona lagað kallast nokkuð annað en skýrt vísbendi um að fjármálayfirvöld á Íslandi hyggi á hryðjuverk . . . . . ?

(Þó svo að beitina laga gegn hryðjverkum í Bretlandi sé augljóst yfirskot og líklega löglaust athæfi . . . . . gegn Íslandi og öllum íslenskum hagsmunum.)


mbl.is Hvað sagði Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Benedikt

Viltu persónulega skrifa uppá skuldir Landsbankans við birgja bankans á peningamarkaði (skuldbindingar á millibankamarkaði og annað). Davíð Oddsson var ekki að tala um skuldbindingar við innistæðueigenda. Það mál var afgreitt á Alþingi Íslands.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 13.10.2008 kl. 14:34

2 Smámynd: Thee

Hvar talar hann um sparifjáreigendur? Mér sýnist hann ekki vera að tala um þá.

Thee, 13.10.2008 kl. 14:37

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Raunverulega hryðjuverkið felst í því að hafa viðhaldið og stutt við framgang þessa meingallaða peningakerfis. Og í því máli eru allir samsekir, bæði þjóðarleiðtogar sem og seðlabankastjórar um víða veröld. Alþjóðlega bankakerfið er í rauninni ekkert annað en vel dulbúin spillingar- og kúgunarmaskína, og nú eru leiktjöldin að falla hvert af öðru eins og dómínókubbar. Meira hér: um Falið Vald peninganna.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2008 kl. 14:38

4 identicon

Lestu það sem Davíð segir. Þú hlýtur að koma því inn í kollinn á þér, trúi ekki öðru

Skoðaðu þar sem hann talar um skiptingu í erlendan hluta og innlendan. Hvernig kröfur í þrotabúið verða greiddar eftir skiptinguna, það er ekki ísl. ríkið heldur þrotabúið sem sér um að greiða skuldirnar eða þær kröfur sem búið getur greitt.

Soffía (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 14:40

5 Smámynd: Dunni

Að sjálfsögðu fóru útrásarvíkingarnir óvarlega og sumir hegða sér glæpsamlega. Hitt er svo annað mál að ef við ætlum okkur að hengja einn mann fyrir óráðsíu á Íslandi hlýtur það að verða Davíð Oddson.

Hann var forsætisráðherra þegar hin ófullkomnu nýfrjálshyggjulög voru sett á Alþingi og eftir að þau fóru virkilega að virka settis hann í Seðlabankann til þess að passa nú uppá að hagur þjóðarinnar bara batnaði í framtíðinni.  Hann brást algerlega í báðum hlutverkunum.

Svo bítur hann höfuðið af skömminni með þjóðnýtingu Glitnis og yfirlýsingum sem ekki er hægt að skilja á annan veg en að þjóðin standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart erlendum viðskiptavinum.

Hann hefur skapað sér fögur eftirmæli á síðustu dögum sínum í vinnu fyrir íslensku þjóðina

Dunni, 13.10.2008 kl. 14:42

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er merkilegt hvað margir vilja kenna Davíð um flest eða allt sem aflaga hefur farið.

Flestir sem ég þekki og hef talað við skilja og gera greinarmun á skuldum og inneign, eða debts og deposits.  Var það ekki líka svoleiðis í Kaupfélaginu?

Það er fyllilega eðlilegt að Íslendingar ætli ekki að standa skili á erlendum skuldum Íslenskra banka, enda eru þar einkafyrirtæki á ferð.  Það breytir engu þó að ýmsir bankamenn og stjórnmálamenn hafi gefið í skyn að ríkið myndi gera slíkt.  Þeir stjórnmálamenn verða líklega að útskýrar hvað þeir meintu.

Það að halda því fram að ummæli Davíðs í Kastljósinu hafi hleypt öllu í bál og brand er ennþá barnalegri í því ljósi að daginn eftir á Darling samtal við Íslensks fjármálaráðherrann.  Hvað þeim fór á milli er ekki opinbert, en sagt er þó að Íslenskir embættismenn hafi "lúslesið" það viðtal og ekki getað fundið neitt sem réttlætti aðgerðir Breta.

Það er komin tími að setja aðra plötu á fóninn.

G. Tómas Gunnarsson, 13.10.2008 kl. 14:43

7 identicon

Lestu um þennan Richard Portes í grein Hansens hjá Berlingske þegar Ingibjörg Sólrún var í Kaupmannahöfn 12. mars 2008 til að tala upp íslenzku bankana.

Hansen gerir ráð fyrir að hann hafi fengið himinháa þóknun fyrir. ( "hans honorar må ha vaeret tårnhöjt") Keyptur af Jóni Ásgeiri?

http://www.business.dk/article/20080312/finans/80312170

S.H (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:04

8 Smámynd: Landfari

Sé ekki betur en það komi skýrt fram í þessu að íslenska ríkið standi við allar sínar skuldbindingar.

Það er engu líkar en það sé að verða þjóaríþrótt að kenna Dvíð um allt sem miður fer.

Davíð ber vissulega sína ábyrgð sem einn af 63 Þingmönnum sem settu þær reglur sem farið hefur verið eftir.  Það hefur ekki komið fram að bankarnir hafi brotið af sér á einn eða annan hátt. Því hlýtur ábyrgðin að vera hjá Alþingi Íslendinga fyrst og fremst.

Landfari, 13.10.2008 kl. 16:41

9 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Annað hvort hefur Davíð  haft og hefur bæði völd og áhrif - - og á því að svara til ábyrgðar samkvæmt því.  Þess vegna skiptir máli að hann virði þá hófsemdarskyldu sem á Seðlabankastjóra hvílir  . . . . . Ef hann hefur ekki haft völd eða áhrif þá þarf á hann enga ábyrgð að bera og hann hlýtur þá auðvitað að draga sig tafarlaust í hlé . . .

Annars:  Þetta má ekki reka sem einhvers konar trúarbragðastríð . . . . og kappræða.  Rökin eru næg; og bara það að enginn friður eða traust getur skapast í kring um Davíð . . .  sama hver kann að "hafa rétt fyrir sér" . .. ... . ..enginn hefur efni á því að halda uppi þeim einstrengingi . . . . sem er í kring um þennan víðfræga offara í samskiptum við sína menn og aðra - - sem ekki skoðar greiningar og gögn né hlustar á hófsöm ráð annarra en jábræðra sinna

Benedikt Sigurðarson, 14.10.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband