Eru Íslenski skattborgarar að taka lán til að greiða fyrir innlán í erlendum bönkum?

Ég er hættur að skilja:  ég skildi það svo að ICESAVE reikningar Landsbankans væru á ábyrgð Íslenska fjármálakerfisins, en erlend félög í eigu Íslendinga:  Kaupthing Edge eða hvað það nú var.

Er það á ábyrgð okkar hér á Íslandi að greiða upp innlánin?

Var þetta þá allan tímann eitthvað alllt annað sem var í gangi?

Getu einhver komið mér til hjálpar í þessu máli?


mbl.is Þjóðverjar lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stokkarinn

Kaupting Edge í Þýskalandi var útibú Kaupþings, eins og IceSave Landsbankans. Í öðrum löndum var Edge dótturfélag.
En mér sýnist á öllu að íslensk stjórnvöld hafi í einu og öllu velt sér yfir á bakið og bjóði hverjum sem vilji að taka sig...

Stokkarinn, 22.11.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Ægir

Ekki ég! maður botnar ekkert í þessu. Það var bara talað um "ICESLAVE" í Bretlandi og Hollandi,ég heyrði ekki annað. Maður bíður bara eftir fleiri kröfum sem Solla og Geiri segja að við verðum að borga,svo ESB klíkan verði ekki vond! Hvað get ég sagt, ég á bara borga!

Ægir , 22.11.2008 kl. 21:55

3 identicon

Þetta $24B (3.2 Trilljónir ISK) IMF “samkomulag” er botnlaus forarpittur!

Robert (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:04

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nokkrir braskarar frá Íslandi ræna sparifjáreigendur í Þýskalandi. Þýsk stjórnvöld svara með því að ræna alla íslensku þjóðina. Mjög sanngjarnt, þarf ekki að deila um það.

Theódór Norðkvist, 22.11.2008 kl. 22:21

5 identicon

Heyrði frá þjóðverja af þessari ábyrgð íslendinga fyrir mánuði síðan í kaffiboði. Ég skil ekki af hverju þetta er ekki orðin stórfrétt fyrir löngu.

Belgar sameinast gegn Kaupþingi á http://www.kaupthingvictims.be/.

En Belgar eru ekki einir.  Kaupþing Edge var á ellefu markaðssvæðum með 330 þúsund innistæðuhafa, skv. frétt í Viðskiptablaðinu 3. október, http://www.vb.is/frett/1/47996/.  Á hversu mörgum markaðssvæðum voru innlánin tryggð af innlánatryggingjasjóði á Íslandi?  Hversu mikið meira en IceSave eigum við að borga?

Þjóðverjar eru fyrir löngu búnir að stofna samtökn reiðra Kaupthing Edge reikningshafa.  Sjá http://kaupthingedge.foren-city.de/.  Þar eru þúsundir athugasemda, enda hefur þýska ríkið lýst því yfir að það séu bara Íslendingar sem tryggja innistæður á Kaupthing Edge, á meðan innistæður í þýskum bönkum eru tryggðar að fullu.

Það á víst nefnilega að vera lítil samúð með Kaupthing Edge reiknishöfum í Þýskalandi.  Enda var mikið búið að vara fólk við í þýskum fjölmiðlum að íslensku bankarnir stæðu mjög illa, og að vaxtastigið væri of gott til að vera satt.  Því sjá Þjóðverjar Kaupthing Edge reikningshafa sem nokkurskonar fjárglæframenn í leit að háum vöxtum.

Úlfar (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:34

6 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Mér sýnist að allt það fé sem við fáum að láni fari allt í að borga sparifjáreigendum í hinum og þessum löndum og dugar ekki til. Mér finnst að það ætti að krefja fyrrverandi eigendur bankanna svara  hvað varð um allt það fé sem fólk lagði inn í bankana.

Gísli Már Marinósson, 22.11.2008 kl. 22:36

7 identicon

Var ekki farið í þessa innláns útrás til að reyna að bjarga íslensku bönkunum frá falli? IceSave í Hollandi opnaði í maí þegar greinilega var ljóst að þetta riðaði allt til falls...  Ekki hissa á að fólk í Hollandi líki þessu við Víkingaránsferðir - Koma í maí og fara í október með hundruðir milljóna evra af sparifé og skattfé sveitarfélaga...

Robert (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:50

8 identicon

Svo eru sumir að bísast yfir því að fólk brjóti nokkrar rúður !!

Íslendingar eru meðvirkir aumyngjar sem eiga skilið að borga þetta. Nema þeir taka þetta lið og hendi þeim úr valdastólunum.

GERIR FÓLK SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ BORGA ÞETTA Í ÁRATUGI ?????? Hvernig væri að vakna !

Svo er þetta lið að undirbúa "HVÍTBÓK" sem ég kalla "HVÍTÞVOTTUR" (rannsaka sjálfan sig er álíka gáfulegt og nauðgari framkvæmi DNA prófið sjálfur)

Ég samhryggist ykkur sem kusuð þetta lið. Þið voruð plötuð eins og við öll. Djöfull verður erfitt að krosssa við X-D aftur án þess að hafa slæma samvisku.

Við hina segi ég "ÉG SAMHRYGGIST" því þið eigið þetta ekki skilið.

Þeir sem æsa sig í þessu landi eru kallaðir skríll eða áróðursmenn.

Í öðrum löndum er fólk sagt vera með ríka réttlætiskennd þegar það bregst við óréttlæti.

Aðeins krafan um "ÓHÁÐA ERLENDA RANNSÓKN Á ÖLLU STJÓRNKERFINU" Mun lægja öldurnar í þessu landi.

Þetta land byggði fólk sem fórnaði sér og skildi hvað það þarf til.

"VÉR MÓTMÆLUM ÖLL"

Réttlætiskennd ! (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:58

9 identicon

NÚ ER NÓG KOMIРandskotiinn hafi það

ICESLAVE og núna Kaupþing

HAndtaka skal alla helstu svokallaða auðmenn íslands sem hafa gert Íslensku þjóðina gjaldþrota. Ákæruatriðið er landráð. Frysta skal allar eigur þeirra stax og þjóðnýta. Og þær svo til þess að borga til baka eins og hægt er þessum  sparifjáreigendum í Þýskalandi, Hollandi og Bretlandi sem létu glepjast af þessum glæpamönnum.     

Hversu lengi getur Íslensku þjóðinni blætt út?  Heiðarlegt og duglegt fólk þessa lands og afkomendur þess eiga að fá að gjalda fyrir svallíferni örfárra einstaklinga.

ÍSLENDINGAR VAKNIÐ!  

Annars má segja að sagan endurtaki sig alltaf. Hverning var þetta nú annars þegar Franska byltingin var? Þá voru amk fundin upp gagnleg verkfæri til afnota ss Fallöxin.

Bjarni 

Bjarni Hafsteieinsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 00:58

10 Smámynd: Eirikur

How I wish your Government would get it's head in gear and bring in a Law to freeze the assets of the so called "utrasavikingur"......Private Jets, Yachts, Football clubs......It would be justice if the men that put you where you are had to pay their debts. It would also be a good idea to put a few Bank Directors in jail under a "suspected embezelment of fund" as well...

From the british tax payers whose money was used to fund your " Utrasavikingur" debts..Now your money is also being used to pay for their debts.... We have no problem with the Icelandic Public...You are our friends, not our enemy....Just lets get the gangsters who brought this about! Please!

Good luck Iceland....I hope it all works out well for you. Best regards from a rather cold UK.........

Eirikur , 23.11.2008 kl. 04:02

11 identicon

Eru greiðslurnar í sambandi við Icesafe reikningana ekki bara greiðslur á lögskyldri lágmarkstryggingu á inneignum?

Ég hélt að Þessi trygging væri föst upphæð á hvern innistæðureikning  og ótengd heildarupphæð innistöðunnar. Er þetta rangt skilið?

agla (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 08:31

12 identicon

Eikirikur:

Warm regards to you for your input. The Icelandic general puplic is the victim. We consider ourself to be an onest people who respect other nations and their citizens.

Please if you can speak up in your contry for the Icelandic public. Let it be known that the current situation is the result of a few gangsters only and a goverment that did not do anything to stop them. 

Best regards to the UK

Bjarni Hafsteinsson 

Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband