Skólamáltíðir fyrir öll börn - sem hluti af skipulagi skóladagsins

Til fyrirmyndar að halda verði skólamáltíða niðri.  Það væri samt sem áður ennþá öflugri aðgerð til að bæta stöðu þeirra sem búa við erfiðar aðstæður - og mundi auka jafnræði allra barna - - að stíga skrefið til fulls og setja máltíðina inn í skólaskipulagið og veita öllum börnum aðgang að mat - óháð efnum og aðstæðum.  Það mætti auðvitað senda út rukkun sem valkvæða greiðslu.   

Finnar hafa langa hefð af því að veita öllum börnum endurgjaldslausa máltíðir í skólanum.  Slíkt var innleitt eftir Seinni Heimstyrjöldina - til að bregðast við ægilegum matarskorti og útbreiddri fátækt og sundrun fjölskyldna.   Virkaði vel og hefur ekki verið afnumið - - og kom sér vel þegar kreppan skall á þeim við hrun Sovétmarkaðanna og bankakrísuna um 1990 og fram á síðasta áratug 20. aldarinnar.

Það er einnig löng reynsla á slíkri framkvæmd í mörgum skólahverfum fátækra borgarhluta í Bandaríkjunum - þar sem foreldrar leggja að mörkum með sjálfboðavinnu í hádegishléinu.  þar greiða menn stundum fyrir matinn eftir efnum og ástæðum og foreldraráðið sér um innheimturnar.

Í Kanada - m.a. í New Brunswick fylkinu - hefur skólamáltíðum sérlega verið gefinn ákveðinn forgangur - - ekki síst út frá manneldissjónarmiðum og heilbrigðis- og árangurstengdum rökum.   Menn staðfesta nefnilega aftur og aftur að gott og hollt fæði og regla á máltíðum er mikilvæg forsenda góðrar heilsu og eflir hagfelldan þroska og bætir árangur allra barna.  Menn sem sagt fjárfesta í bættum árangri með því að tryggja að öll börn borði í skólanum  - - bæði morgunmat og  holla hádegismáltíð.   Þannig bæta menn skólastarfið og vinnuaðstæður barna og fullorðinna.  Rannsóknir benda einnig til þess að með slíku dragi úr snakk-áti og óhollustu barnanna utan skólans og offita og tengdir ofneyslusjúkdómar láti undan síga.    

Heildar-sparnaður fyrir samfélagið í peningum talið - og ótvíræður ávinningur fyrir lífsgæði einstakinganna og fjölskyldnanna


mbl.is Áskrift að skólamáltíðum fjölgar í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bensi! Nú líkt og endranær talar þú af viti

Þetta er á allan hátt ákaflega borðleggjandi dæmi að tryggja að öll börn borði í skólanum, þeim að kostnaðarlausu. Væri ekki ágætt að taka inn meiri fjármagnstekjuskatt fyrir þessum litlu meiri útgjöldum?

Kristinn Ingi Pétursson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 19:40

2 identicon

Þú segir nokkuð. Tölur fyrir Akureyri (95% af 2200 grsk. nem) gerir tæplega 600 þúsund á dag eða rúmlega hundrað miljónir á 180 virkum skóladögum. Þú sérð að ég er ekki alveg sannfrærður. Ég vildi frekar nýta þessar upphæðir til jafnaðar en ekki flatt yfir línuna. Líklegast eru um 7% barna sem fá fríar skólamáltíðir vegna félagslegra aðstæðna en það breytir litlu. Þessi upphæð er svipuð upphæð og fæst vegna hækkunar útsvars (0.25 pr.st) Tek undir með KrIP að það væri ágætt að komast í fjármagnstekjuskattinn. Ég veldi frekar félagslegu leiðina varðandi skólamáltíðir. Áramótakveðjur...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 10:09

3 Smámynd: Eyþór Árnason

Sammála. Kveðja.

Eyþór Árnason, 4.1.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband