Sigmundur Davíð í gíslingu "gömlu-Framsóknar" í þingflokknum

. .. og virðist ekki ráða ferðinni.

Kannski eru þeir bara seinlæsir Framsóknarmenn?   Samt trúi ég því ekki.  Framganga hins unga formanns bar það með sér að það var tekið fram fyrir hendurnar á honum . . . . og þess vegna dreg ég þá ályktun að valdabaráttan haldi áfram í flokknum.

Tilkynnt hefur verið um að Guðmundur Steingrímsson hjólar í Magga Stef,  Sif var kosin út frá hlutverki varaformannsins og Biörkir Jón inn - - Höskuldur - sem ekki var formaður nema í 10 mínútur - "sýnir sín snörpu vettlingatök" - með því að láta hinn nýja formann finna fyrir valdi þingflokksins . . . . .

Vitandi að minnihlutastjórn SF og VG  geta ekki komið málum fram nema með atfylgi Framsóknar og þannig samþykki þeirra . . . . í afgreiðslu Alþingis. . . . þá virkar þetta mjög ótrúverðugt fyrir hinn nýja formann Framsóknar.

Ekki trúir nokkur maður því að þeir hafa bara ætlað sér að ráða tímafaktornum - - eða spilla "sjóvinu" . . . .

. . . það mundi verða þeim dýrt . . .


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Framsókn breytist ekki á einum degi eða með einum nýjum formanni. Það verður að fara fram uppgjör við gamla valdakerfið. Ég vona heitt og innilega að kjósendur muni að hrunið er komið til m.a. vegna gerða fyrri ríkisstjórna - ráðuneyti DO og ráðuneyti HÁ. Einkavæðing bankanna var mesta blöff núlifandi kynslóða - einkavæðing með ríkisábyrgð!

Kanski er Sigmundur ágætis maður með hreinar hugsanir. En hann er með þingflokk sem eru fortíðarfyrirbrigði.

Hjálmtýr V Heiðdal, 30.1.2009 kl. 19:54

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Getur ekki verið að það plagg sem væntanlegir stjórnarflokkar hafa kynnt þingflokknum til uppfyllingar þeim skilyrðum sem sett voru fram, hafi einfaldlega ekki verið nægjanlega vel unnið?

Gestur Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 20:48

3 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Formaðurinn og forráðamenn SF og VG voru sammála um þessi formlegu skilyrði Framsóknar . . . . . . .

. . . . og það sem virðist hafa gerst er að þingflokkur Framsóknar tók fram fyrir hendurnar á formanninnum Sigmundi Davíð.  Gestur þú verður að hlusta á það sem Höskuldur sagði í síðdegisútvarpinu og Sif í Kastljósinu . . . . . . . það kom í bakið á formanninum unga . . .  enda sagði hann það sjálfur að "Þingflokkurinn þetta og Þingflokkurinn hitt. . . . "

Leiðinlegt að sjá SDG keyrðan undir svon snögglega . . . . . .

Benedikt Sigurðarson, 30.1.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Plægði í gegnum síðdegisútvarpið og fann ekki neitt, býst við að þú sért að vitna í Höskuld í Reykjavík síðdegis, sem er ekki komið á netið enn.

Ég held að Sigmundur sé sjálfur alveg að fara rétt með, plaggið hafi verið almennt orðað pólitískt orðagjálfur, en ekki aðgerðaráætlun, eins og tilboð Framsóknar hljóðaði upp á. Sömu niðurstöðu komst flokksbróðir þinn Vilhjálmur Þorsteinsson einnig að í þessari færslu.

Gestur Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 00:26

6 Smámynd: corvus corax

Þessi nýi fjósameistari hjá framsóknarflokknum er bara algjört fífl!

corvus corax, 31.1.2009 kl. 05:10

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Uss maður kallar eigi fólk fífl þótt það sé kannski vitgrannt á sumum sviðum.
Ég kann best við Sigmund í hagfræðiskipulaginu þar er hann góður, það er nefnilega eigi möguleiki að hann geti skipulagt framsóknarflokkinn þó lítill sé.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband