Einangrunarvist SjálfstæðisFLokksins er eðlileg afleiðing viðskiptaglæpa Frjálshyggjunnar

. . . og ætti að vera nægilegt til að stefna flokkum frá miðju og til vinstri til samstöðu - og til að gera bandalag við hinn "jarðbundna hluta" í atvinnulífsbakgrunni Sjálfstæðisflokksins.

Það tókst vel þegar stofnað var til Þjóðarsáttar gegn verðbólgu 1990-1991 (gegn öllum þingflokki Sjálfstæðisflokksins)

Það tókst vel þegar R-listinn tók ábyrgð á stjórn Reykjavíkur í 12 ár

. . . það er eina leiðin sem nú er til framúr kreppunni og upp úr rústunum . . . .

Breiðfylkingin gegn SjálfstæðisFLokknum þarf að hafa efnislegt innihald til viðbótar við að skrúfað verður fyrir yfirgang frjálshyggjunnar og græðgisöfganna . . .


mbl.is Hætta á einangrun Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sæll Benedikt.

Nefndu ekki 12 ára R lista tímabil í Reykjavíkur BORG - sem vel heppnaðan velsældar tíma fyrir borgarbúa - það þekkjum við Reykvíkingar best - við fundum það á eigin skinni og peningabuddum.

NEI - Benedikt - R listatíminn í Reykjavík var 12 árum of mikið - R listinn né neitt þvílíkt -  aldrei aftur í Reykjavík.

Benedikta E, 11.4.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Nokkrir aðilar hlupu greinilega á sig og létu kappið bera skynseminni ofurliði. Bjarni verður og mun taka á þessu strax. Hitt er annað mál að á þessum tíma voru engin lög um framlög til flokka og þá gilti bara brjóstvitið.

Það sem mestu skiptir hér er að einhverjir hafa setið á þessum upplýsingum til þess að nota gegn Sjálfstæðisflokknum örfáum dögum fyrir kosningar til þess að afvopna hann og koma í veg fyrir að stefnuskrá hans og aðgerðaráætlun nái eyrum og athygli almennings.

Eingöngu er hægt að stóla á Sjálfstæðisflokkinn til þess að horfa út úr vandanum og sýna fram á lausnir úr kreppunni en ekki bara plástur á sárið. Sjálfstæðisflokkurinn veit að það verður í höndum einstaklingsframtaksins en ekki ríkisins að byggja hér upp að nýju. Það verður að opna en ekki loka öllu í höftum og aðferðum til að læra að lifa með vandanum í stað þess að takast á við hann og leysa vandamálið.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.4.2009 kl. 14:11

3 identicon

einangrunarvist Sjálfstæðisflokksins sé eðlileg afleiðing viðskiptaglæpa Frjálshyggjunnar.   Get tekið undir það en þetta er.......

......dæmigerð setning fyrir þá sem ekki sjá "bjálkann" í sínu auga 

Samfylkingin í "18 mánuði" og sennilega á mestu "örlagatímum", Framsóknarflokkurinn í "mörg ár" og í þessum flokkum þrífast ennþá   einstaklingar sem ekkert hafa að gera í pólitík og væri nauðsynlegt að einangra með öðrum "skussum".  

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 14:28

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Adda Þorbjörg;  þú vilt sem sé meina að vandamálið sé að það komst upp um Sjálfstæðisflokkinn -

 - -  ekki að borið var fé á flokkinn eða "mútur" í aðdraganda tiltekinna ákvarðana sem snerta almannaeignir og hagsmuni.  (Orkuveita Reykjavíkur/Hitaveita Suðrunesja, REi og einkavæðingarnefnd.

Benedikt Sigurðarson, 11.4.2009 kl. 14:29

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það má alveg deila um hversu vel 12 ára valdatíð R-listans var góð, því að hún var um sumt fyrst og fremst skárri en íhaldið og auðvitað gífurlega mörgu snúið við. En mörgu af því Sjálfstæðisflokkurinn hafði planað var haldið áfram. Enda tapaði R-listinn líklega af því honum tókst ekki að afnema hið svokallaða verktakalýðræði sem felst í því að verktaki sér auða lóð, eða ágætis hús til að rífa, og krefst þess að fá að skipuleggja þar eftir sínu höfði. Veit reyndar ekki hvort R-listinn eða Sjálfstæðisflokkurinn nýkominn til valda aftur úthlutaði turninum við Höfðatorg, það hneykslið sem ég hef oftast fyrir augunum nú um stundir. Hringbrautin í Vatnsmýri var lögð á tíma R-listans, en eftir því sem ég kemst næst eftir hugmyndum til orðnum í valdatíð íhaldsins á fyrri hluta 10. áratugarins. Held að F-listinn hafi einmitt fellt R-listann í kosningunum 2006 út af verndarleysi miðbæjarins.

Og núna er kominn tími til þess að sósíalísk öfl, félagshyggjuöfl, samvinnuöfl ráði meiru en þau hafa gert nokkru sinni og færi Ísland nær skandínavíska módelinu. Með eflingu félagslegra lausna, t.d. eins og búsetahreyfingunni sem þú vinnur nú fyrir og ég vann eitt sinn fyrir. Þetta verður erfitt en það er aleina færa leiðin.

Páskakveðjur til þín og þinna.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 11.4.2009 kl. 14:54

6 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

. . . lifi samvinnuhreyfingin Ingólfur . . . með liðveislu yfir miðjuna og til vinstri.

Takk fyrir kveðjuna og í sama máta til þín og þinna . .

Benedikt Sigurðarson, 11.4.2009 kl. 15:03

7 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Benedikt, það var alls ekki það sem ég var að segja eða meina. Það sem ég var að segja var að á þessum tíma voru engar reglur um hámarksframlög. Þá reyndi á einstaklingana sem söfnuðu og tóku við framlögum að horfa í hjarta sitt og athuga hvort að þessi framlög væru innan eðlilegra marka. Ég tel að þarna hafi verið farið langt út fyrir þessi eðlilegu mörk. Ég hef enga trú á því að þetta hafi verið mútur enda sést á viðbrögðum í flokknum við þessum upplýsingum að þetta þykir ekki eðlilegt innan hans. Ég efa ekki að innri endurskoðun flokksins mun skoða þetta mál til hlítar. Það sem upp úr stendur er að svona vinnubrögð eru ekki viðhöfð í dag og að Bjarni mun taka á vandanum og að við þurfum að snúa okkur að öðru. Við þurfum sem þjóð að horfa út úr vandanum, skoða lausnir og til þess þurfum við að fá að skoða málefnaskrár flokkanna og aðgerðaráætlanir. Landsmenn eiga nú rétt á því að fara í lausnir en ekki fortíðarsýn og leðjukast.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.4.2009 kl. 15:51

8 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Þetta er ekki "leðjukast" Adda Þorbjörg . . .  það er eitthvað allt annað ........

. . þú verður að viðurkenna að hér var á ferðinni vinnulag og siðferði sem er ekki ásættanlegt . . og hafði gengið um lengri tíma . . . .

það er vandamálið . . .  og þakkarvert að upp komst

Benedikt Sigurðarson, 11.4.2009 kl. 18:47

9 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hver eru "hin eðlilegu mörk"? Formlegar mútur eða hagsmunatengsl sem ollu því að Geir Haarde var með bundnar hendur á sl. ári þegar óveðursskýin hrönnuðust upp? Bundnar hendur af því að þá hefði verið hótað í ljósi styrkjanna? "innri endurskoðun" Sjálfstæðisflokksins mun EKKI skoða málin af þessum sjónarhóli. formaðurinn sagði sitt síðasta orð í gær-kvöldfréttum heyrðist mér, a.m.k. reynir hann að komast upp með að láta það vera sitt síðasta orð um þetta. Góða Adda: Það er ómálefnalegt að kalla gagnrýni á hagsmunatengsl Sjálfstæðisflokksins "leðjukast". En ég lái fólki ekki þótt það sendi eina og eina háðsglósu um skyr í leiðinni.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 12.4.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband