15.4.2009 | 20:18
Aðgerðir gagnvart efnahagsglæpum og lögguhasar við krakka?
Á meðan ráðist er með ofurafli og ýktum aðgerðum gagnvart því sem virkar sem hófsöm "hústaka" . . . eða alla vega friðsöm á þessu stigi - bólar ekkert á lögregluaðgerðum eða þvingarúrræðum gagnvart stærstu glæpum Íslandssögunnar.
Undanfarið hefur lögreglunni verið hrósað fyrir framgöngu í því að uppræta kannabisræktun um land allt. Þar bregðast lögreglumenn við þegar þeir "finna lykt" sem bendir á slíkt. Þeir sem sagt aðhafast á grundvelli gruns. . . . . ekki þarf meira til. Og við erum meira og minna ánægð með árangur lögreglunnar (ekki satt?).
Þorir löggan ekki til atlögu við þotuliðið eða er þeim bannað . . . . ?
Nú eru bráðum 7 mánuðir frá því að efnhagshrunið byrjaði fyrir alvöru . . . . . og það heldur áfram. Ljóst er að hrunið orsakast af blöndu af vafasömum viðskiptum og mistökum - auk þess sem gloppur í löggjöf og regluverki hafa lagt að mörkum. Ekki vil ég heldur draga úr því að "sensasjón" - eða yfirgangur orðræðunnar sem lofsöng umsvifin og græðgina - skapaði andrúmsloft þar sem ekki var auðvelt að stemma stigu við framferði sem var á gráu svæði eða jafnvel beinlínis ólöglegt . . . . sumt virðast eftirlitsaðilar hafa verið "blindir á" . .
Við fréttum ekki af neinum húsleitum, neinni haldlagningu hjá umsvifamönnum sem stýrðu græðgisbólunni - það er ekki einu sinni tilraun til að takmarka flutning eigna úr landi eða milli handa - þeirra sem eru nánastir þessu fallna kerfi . . . . . . .
Hvar er efnahagsbrotalögreglan og rannsóknarsveitir hins sérstaka "saksóknara" . . . ?
Á virkilega að láta lögregluna einbeita sér í kjánalegan bófaleik - við fríkaða krakka - - með hugmyndir um að flytja inn borgahasar stjórnsleysingja frá Evrópu?
Þetta er forgangsröðun sem ekki er boðleg - nema Því aðeins að húsbrot lögreglunnar á Vatnsstíg hafi raunverulega verið ÆFING FYRIR AÐGERÐ GAGNVART EINHVERJUM AF STÓRGLÆPAMÖNNUNUM SEM FELLDU HAGKERFIÐ OG SKILJA ALMENNING EFTIR MEÐ SKULDABAGGA TIL LANGRAR FRAMTÍÐAR . .
Koma svo krakkar . . . .!
22 handteknir á Vatnsstíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mjög góð og þörf grein hjá þér Benedikt.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.