20.4.2009 | 21:11
Verður Steingrímur J forsætisráðherra?
Þessi fylgiskönnun hlýtur að vera mikilvægt umhugsunarefni fyrir jafnaðarmenn og félagshyggjufólk í Samfylkingu og Framsókn. VG slagar í þriðjungs fylgi?
Mér hefur þótt ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar vera býsna óskýr á því hvað hún er með í höndum og hvað hún setur í forgang. "Skjaldborgin um heimilin" . . . . hefur ekki látið á sér kræla þannig að skuldsettur almenningur verður látinn blæða fyrir hrunið og vísitölyfirskotið - óbætt!
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar setti vanhugsaðan forgang á fjármagnseigendur og tryggði þeim innistæður - með verðbótum og öllum vöxtum - langt umfram það sem innistæða virðist fyrir. Þess vegna sitjum við uppi með ICESAVE-tjónið - vitandi enn ekki neitt hvað það kostar en sitjandi í hruninu miðju . . . með skuldir barna og fæddra og ófæddra.
Verst er að nú bendir allt til að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms vilji áfram setja allan forgang á að fjármagnseigendur haldi öllu sínu á þurru - - með verðtryggingu á hávöxtum - - en skuldsettur almenningur skuli borga sektarskattinn vegna verðbólgunnar og verðtryggingarinnar.
Tel algerlega einsýnt að VG og Steingrími J SIgfússyni verður ekki refsað fyrir að enginn áfangi hefur náðst í aðgerðum til að tryggja bjargálnir og rekstur heimila unga fólksins - eða fyrirtækjanna. Vaxtastigið er enn eins og mesta þenslustigið vari enn - með óbærilegum vöxtum.
Samfylkingunni verður hins vegar refsað af því menn hafa skarpar væntingar vegna yfirlýsinganna um "Skjaldborgina" - og gera kröfur til Jóhönnu.
Kosningabarátta og málatilbúnaður Samfylkingarinnar virðist samkvæmt könnunum ekki vera að virka - - ekki að skila Samfylkingunni traustri forystu fyrir félagshyggjustjórn. Nú hljóta ábyrgðarmenn Jóhönnu-forystunnar að vera áhyggjufullir - því Jóhönnu-effektinn skilar Samfylkingunnni engu í ríkisstjórn undir forystu Steingríms J Sigfússonar.
Ég hef kosið aðrar áherslur hjá Samfylkingunnni - og tjáð það opinberlega - - og svo er um marga fleiri. Við höfum kallað eftir skarpari vinnslu á málefnum lántekenda - með sanngjörnum leiðréttingum á vísitöluyfirskotinu - með niðurfærslu á verðtryggingarþætti lánanna. Við gerum einni skýrar kröfur um að vextir verði keyrðir niður - og virk skuldaaðlögun fyrirtækjanna eigi sér stað. Hvort tveggja hefur verið dregið alltof, alltof lengi . . . . og engin skýr sýn á vandamálið.
Ég hefði kosið að sjá skýra áherslu á samfylkingu allra miðju- og félagshyggjuafla - um endurreisn - fremur en daðra við minnsta mögulegan meirihluta með VG. Þjóðarsáttarmunstrið 1990-1991 var myndað af forverum Samfylkingarinnar með Framsókn - og aðilum vinnumarkaðarsins - gegn Sjálfstæðisflokki á Alþingi (og Kvennalista) . . Áherslu á breiðfylkingu um að sækja um ESB aðils - með aðilum vinnumarkaðarins og jarðsambandshluta-SJálfstæðisflokknum.
Mér líst ekki á þá hugsun að Steingrími J Sigfússyni verði falin stjórnarmyndun 26. apríl 2009.
Fylgið við VG eykst enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef Samfylkingin er að klikka í öllum aðalatriðum, af hverju er Steingrímur þá svona slæmur kostur? Við erum að tala um Samfylkingu sem að klikka illilega í annað sinn á hálfu ári. Eru þetta einhver trúarbrögð að standa með "sínu fólki" hvað sem tautar og raular?
Arnþór (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 21:24
Mér heyrist á öllu að fólk sé almennt orðið meðvitað um að það verða engin efnahagsleg kraftaverk gerð. Engar kanínur dregnar úr hatti, engar þúsundir starfa eða frelsari af himnum ofan með álhatt á höfði. Engin skjaldborg er möguleg, það er engu til að skipta. Mórallinn er sá að fyrst svo sé þá skuli nýta tækifærið og hreinsa út úr skúmaskotunum og spillingarbælum. VG virðast hafa að mestu óflekkað mannorð og þó það muni kosta skatta og hugsanlega boð og bönn í nokkur ár þá sé það hverrar skuldakrónu virði. Ekki mín skoðun en æði útbreidd, 32-34% eða svo.
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 21:37
Ef VG ætla að taka það frá þjóðinni að fá að ákveða hvort hún vill fara í EB eða ekki, þeir eru að gera stór mistök. Ég skora á alla sem vilja fara í ESB að kjósa Samfylkinguna, það er ekkert sem heitir annað en hreinn meirihluti. Þjóðin hefur ekki efni á því að fara eftir skussunum sem með ákvörðunum sínum eru að setja þjóðina í þá stöðu að geta orðið fyrir hruni nr. 2.
Skoðið þetta myndband og sannfærist, þeir sem ekki eru vissir=> http://vimeo.com/4189836Valsól (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.