21.4.2009 | 15:45
Samfylkingin á kannski möguleika á meirihlutastjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni
Miðað við þessa könnun þá eru S+B+O með næstum 50% og litlar breytingar þarf að til að þarna verði til möguleiki á meirihluta 32 þingmanna sem klippir um leið VG frá því að geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum - gegn ESB aðildarumsókn.
Eftir þunglyndiskastið í gær - þar sem ég sá fyrir mér að Steingrímur J myndi ríkisstjórn 26. apríl - þá er mér aftur léttara.
Nú verður Samfylkinign að drýgja sig og gyrða í brók - og mæta kröfum heimilanna og fyrirtækjanna um raunsæ úrræði og sýna staðfestan aðgerðarvilja . . . .
. . vextina niður og verðtrygginguna út í hafsauga um leið og menn leiðrétta fyrir óraunsæju yfirskoti vísitölunnar frá ársbyrjun 2008.
Nú er ekkert sem heitir . . . og ESB - með samkomulagi við ESB um hraðleið inn í sk´jól Evrópska Seðlabankans . . .
Þá verður til meirihlutamöguleiki á miðjunni undir forystu Samfylkingarinnar - - í stað sjálfheldu með VG.
O-listi fengi fjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við skulum vona að XO fái 7 þingmenn, XB fái 11 þingmenn og XV fái 18 þingmenn, þá er þjóðin laus við XS. Auðvitað verður að taka hér upp á árin nýjan gjaldmiðil (t.d. dollar) og takist það, þá held ég að fylgi XS fari niður í 18%, enda fær flokkurinn mörg athvæði út á EB, því fyritæki & einstaklingar í landinu "öskra eftir lægri vöxtum & nýjum gjaldmiðli". RÁNFUGLINN (XD) verður úr leik í ca. 18 ár og það er hið besta mál. Ég hef áður sagt þér það að mér finnst t.d. Samspillingin ekki vera að virkja sitt hæfast fólk í stjórnmálum. Frambjóðendur skipta líka máli, saman ber t.d. Árna Johnsen, og á meðan XS virkjar ekki betur sitt besta fólk, þá treysti ég þeim ekki - reyndar finnst mér frekar fyndið & vandræðalegt að enginn nefnir "Sollu stirðu" - endarlaust "ferðlög & sofandarhátt" fráfarandi ríkisstjórnar. Samspillingin lætur eins og hún hafi ekkert komið að stjórn landsins, bara lýðskrum....
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 21.4.2009 kl. 16:00
Jakob: Taka upp dollar?? Árni Johnsen og Solla Stirða? Ég held á þú sért ekki þessi "heilbrigða skynsemi" sem þú segist vera. Þú lifir í einhverjum draumaheimi þar sem við getum tekið upp hvaða gjaldmiðil sem er svona bara einhvern veginn. Hvaða rök getur þú fært fyrir þessari fullyrðingu þinni um að við getum bara tekið upp hina og þessa gjaldmiðla og búið svo hérna einangruð á þessari eyju. Við höfum EKKERT lánstraust erlendis eins og er. Við búum bara við þessa krónu og 20 vexti áfram ef við hlustum á fólk eins og þig.
Margrét Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 20:02
Já einmitt bara tökum upp dollar - getum við bara farið til USA og "tekið" dollara? Þarf ekki að kaupa þetta af einhverjum? og fyrir hvaða peninga? Eftir standa háir evxtir, gjaldeyrishöft og óstöðugleiki - þannig að dollar er bara því miður ekki málið.
En ég er jafn-rólegur og þú Benedikt eftir gærdaginn. Nú þarf að spýta ílófana og leggjast fast á róðurinn og hrekja hræðsluna við útlendinga sem hrjáir þetta land. Samfylking þarf ekkert að vera í stjórn ef þetta tekst ekki með VG eða B+O. Gangi VG vel að mynda stjórn með D = þetta gerist ekki. Það er búið að semja um þetta mál. VG rakar inn and-ESB atkvæðum og Samfylking rakar inn ESB atkvæðum. Svo er sótt um í júní vegna þess að við getum ekkert annað gert.
Hér lemur ekkert fjármagn inn, héðan flýja öll almennilega fyrirtæki - hin fara á hausinn, fólksflótti (brain-drain) en eftir standa nokkrir smalar og flórmokendur sem slægja þær örfáu þorskdruslur sem við erum ekki enn búin að ofveiða.
Ægir Sævarsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.