Til áhrifa innan ESB - utan ESB verðum við einangruð í skammarkróknum

Valið stendur um þetta.  

Með EES samningnum tökum við ákvörðunum og regluverki án þess að koma sjónarmiðum á framfæri - og án þess að geta setta fyrirvara um innleiðingu. 

Með aðild að ESB getum við komið sjónarmiðum á framfæri á frumstigi og freistað þess að vinna sjónarmiðum okkar skilning og stuðning annarra aðildarríkja - og getum aukin heldur sett fyrirvara um hvernig tilskipanir koma til framkvæmda í okkar eigin landi.

Samskiptasaga Íslands varðandi t.d. hafrétt gefur möguleika á að Ísland verði ekki bara virkur aðili að mótun reglna og meginsjónarmiða -  heldur getur Ísland beitt frumkvæði sínu og náð leiðandi áhrifum á sjávarútvegsstefnuna - vegna hinna ríku hagsmuna sem efnahagskerfið okkar á undir sjávarútveginum.

Þetta er þess vegna það svið sem við gætum mögulega orðið sterkust á - - og alls ekki orðið undir.   Sérhyggjusöfnuðurinn í LÍÚ má þess vegna ekki vera einráður um áherslur sjávarútvegshagsmuna Íslendinga.


mbl.is Leiði mótun sjávarútvegsstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Ég tel þá sem vilja fækka valkostum okkar til viðskipta við aðrar þjóðir og einangra okkur inni í ESB til framtíðar vera hina raunverulegu einangrunarsinna. 

Það er vel unnt að hafa áhrif á löggjöf ESB gegnum EES án þess að ganga í ESB. Þetta veit ég því ég hef sjálfur tekið þátt í vinnu á vegum Evrópusambandsins í Brussel og haft áhrif þar. EES samningurinn tryggir ákveðin samskipti milli EES ríkja og ESB ríkja auk þess sem töluvert af handavinnunni er unnið í nefndum undir Framkvæmdastjórninni og þar eiga Íslendingar oft sæti.

Það sem Íslendingar eiga að gera að að skilgreina hvar þeir vilja hafa áhrif og hver þau áhrif eiga að vera. Svo er bara að einhenda sér í verkið með skipulegu og samræmdu átaki. Íslendingar gera þetta ekki nú og þótt við værum í ESB þá er það ekki trygging fyrir því að við myndum gera þetta.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 18.5.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Einangruð í skammarkróknum!!! Við erum ekki einangraðri en svo að eftir 44 daga tekur gildi fríverslunarsamningur við Kanada og það standa yfir viðræður við Kína líka, að frumkvæði Kínverja. Veröldin er stærri en ESB. Helstu vaxtamöguleika næstu ára verður ekki að finna í Evrópu.

Ég er ekki sannfærður um að áhrif okkar innan ESB væru í neinu meiri en þau sem nú þegar er hægt að hafa í gegnum EFTA samvinnuna; þriggja þrepa afgreiðsla ESB-mála á vettvangi EFTA, meðferð hjá sameiginlegu EES nefndinni og svo aðkoma Alþingis. Þó sæti í ráðherraráðinu sé plús er ekki víst að það myndi vega þyngra.

Haraldur Hansson, 18.5.2009 kl. 23:23

3 identicon

Viljum við hafa 0,6 prósent (3-5 þingmenn af 800) áhrif á 90 prósent af löggjöf ESB sem við þurfm að taka upp við inngöngu eða 0% prósent áhrif á 6,5 prósent sem við höfum tekið upp í dag? Tekið skal sérstaklega fram að við höfum 100 prósent vald til að hafna lögum frá ESB í dag en 0% ef við göngum inn í ESB.

Ég kýs fullveldið og frelsi til að versla við ALLAN heiminn ekki loka mig inn í Evrópu, heimsálfu sem hefur minnkandi áhrif og völd í heiminum.

Heimild: http://www.althingi.is/altext/131/s/1373.html

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband