Í gíslingu Blöndósinga . . . !

Leiðin Reykjavík Akureyri (Norð-Austurland) er í gíslingu sjoppu-vina á Blönduósi.  Enn einu sinni hafna þeir styttingu aðalleiðarinna á þjóðvegi nr 1 - með því að fara um hjá Húnavöllum og meðfram Svínavatni.  Stytting um 15-16 kílómetra ætti einmitt að vera forgangsverkefni í kreppunni.  Nú er þörf aðgerða sem spara orku og tíma.

Hér er dæmi um þröngsýni og aulamennsku sem tekur sérhagsmunina framyfir mikilvæga hagsmuni vegna flutninga og ferðalaga.  Veðurskilyrði eru einnig oft og iðulega mun hagstæðari en í kring um Blönduós og inn eftir Langadal -  sérstaklega í NA áttum og skafrenningi - svo miklu munar.   Við sem ferðumst oft á vetrum milli Akureyrar og Reykjavíkur vitum þetta og ökum þess vegna verri veg til að létta okkur leiðina og komast leiðar okkar.

Umhverfisráðherra fv. lagði fram frumvarp um "landsskipulag" sem var einmitt ætlað til að bregðast við sérhagmunahyggju sem þessarri.   Með slíkum lagaheimildum þar sem ráðherra og skipulagsyfirvöld á landsvísu geta tekið ákvarðanir sem styðja heildarhag - en stemm stigu við yfirgangi sérhyggjunnar og sjoppu-sósíalisma þeirra á Blönduósi.

Hér er þörf aðgerða - til að frelsa ferðalanga frá gíslatöku sjoppuvina á Blönduósi.   Kannski við ættum bara að fara í viðskiptaverkfall gagnvart þeim í N1 á Blönduósi?

 


mbl.is Hafnar erindi um Svínavatnsleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ef þetta er spurning um sjoppuviðskipti, af hverju má ekki flytja hana eins og gert var við Staðarskála?

Sigurður Haukur Gíslason, 1.6.2009 kl. 21:27

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Af hverju þarf að biðja þá um leyfi ?

Finnur Bárðarson, 1.6.2009 kl. 21:44

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þú ert nú ljóti bullukollurinn KEA-Benni. Ég þykist vita að þú sért Akureyringur og teljir þar vera nafla alheimsins og allir vegir eigi að liggja til Akureyrar. Svo er ekki. Ég skil vel að þú viljir vera fljótur að keyra í bæinn og helst að fá veg teiknaðan með reglustriku yfir Kjöl til þess arna. Er sjálfstraust ykkar Akureyringa orðið svo lélegt að þið bara meikið ekki hlutina nema vera 10 mín fljótari í bæinn?

Þjóðvegir eru til að tengja saman byggðir landsins, þ.mt. Blönduós hvort sem þér líkar betur eða verr. Það á að tvöfalda Suðurlandsveg og henda út öllum einbreiðum brúm landsins. Þar eiga áherslur að liggja í samgöngumálum landsmanna og auka vegaöryggi með breikkun vega.

Ég legg til að allir Íslendingar hætti að borða KEA skyr og KEA hangikjöt.

Guðmundur St Ragnarsson, 2.6.2009 kl. 01:59

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Ekki ertu nú sérlega málefnalegur Guðmundur St.   Enginn er að tala um að loka vegum að Blönduósi - núverandi vegi verður auðvitað viðhaldið þannig að menn eiga val.   Ég hef ekki nefnt einu orði að leggja veg með reglustiku yfir Kjöl - og þetta hefur ekki ögn með sjálfstraust Akureyringa - enda ekki um leiðina milli Rvk. og Akureyrar eina eins og kemur fram í færslunni.  

Þvinguð lenging þjóðvegar nr 1  - um Blönduós - er ofbeldisaðgerð sveitarstjórnar og "gíslataka" sem ekki er viðunandi - og ekki vitræn aðgerð skipulagslega þar sem vegur liggur núþegar á bökkum Svínavatns og um Húnavelli/Reyki. 

Benedikt Sigurðarson, 2.6.2009 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband