Það þarf ekki mikið fleiri orð um það. Vaxtamundurinn við útlönd er himinhrópandi og aldrei meir en núna þar sem verðbólga er einungis tilkomin vegna gengisveikingar - sem er ýtt undir með vaxtabyrðinni á jöklabréfa-stabbanum og innlausn vaxtaskuldarinnar.
Atvinnulífið stendur ekki mikið lengur - og annað hrun verður framkallað í "boði Seðlabankans" . . . . og nóg var nú fyrir.
Það er ekki hægt að bera raunvexti langt umfram 10% . . . . . . hvorki lengur eða skemur. Hættið þessu bulli og hreinsum út úr Seðlabankanum, Gerum Vilhjálm Egilsson að Seðlabankastjóra til áramóta!
![]() |
Fylgjast náið með reikningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Benni!
Það er búið að ráða höfund ,,Verðbólgumarkmiða stefnu" Seðlabankans sem Seðlabankastjóra og helsta lærling hans sem aðstoðarmann.
Davíð og þessi nýji Seðlabankastjóri, toku nokkrar rimmur um ,,markmiðasetningu" bæði áður en Davíð kom í SÍ og eftir.
Nossarinn sem nú er að fara aftur til Noregs, hefur ekkert gert annað en að fá hingað aftur menn frá Hydor Alominium ,--til skrafs og ráðagerða,--eins og stundum er um talað.
Nú eru GGE (nærri gjaldþrota) að eignast orkuframleiðsluna á Rykjanesi og stjórnvöld sitja hjá og gera EKKERT.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 2.7.2009 kl. 12:49
Þetta bull nær ekki nokkurri átt. Að menn skuli þurfa að liggja yfir þessu pælandi fram og til baka hvort breyta eigi vöxtunum og þá hversu mikið, til hækkunar eða lækkunar, síðan ropar sendiboði AGS einhverri vitleysu út úr sér og peningamálanefnd SÍ sér loksins ljósið og vei skyndilega hvað gera skal.
Þetta er óþolandi og ólíðandi. Hvað ætli nágranna þjóðir okkar, svokallaðar vinaþjóðir myndu gera ef AGS segðu þeim að setja stýrivexti í það sem við megum þurfa að þola hér á Fróni.
Tómas Ibsen Halldórsson, 2.7.2009 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.