Lilja Mósesdóttir getur virkjað fjöldahreyfingu um leiðréttingu á ranglæti verðtryggingarinnar

Ástæða er til að fagna þessu útspili félags og trygginganefnar Alþingis og Lilju Mósesdóttur sem formanns nefndarinnar.

Verðtryggingarvandamálið er "sér-íslenskt" - að því er krónulán varðar.  Hrunið hefur hlaðið ofan á verðtryggðu lánin langt í 30% á síðustu 18 mánuðum og étur með því upp eignir fjölskyldnanna með margföldum hraða á við það sem þekkist í öðrum löndum.   Verðbólga í Bretlandi og Bandaríkjunum vinnur með fasteignaeigendum þeirra landa og dregur úr greiðslubyrðinni á meðan verðbólgan eltir lántakendur á Íslandi út í það óendanlega.

Stjórnvöld beittu sér fyrir aðgerðum á fyrstu dögum hrunsins sem færðu gríðarlega fjármuni til "sparifjáreigenda" - á kostnað ríkisins - með því að ríkið þarf að leggja bönkunum til hundruð milljarða.   Á sama tíma lét ríkisstjórnin undir höfuð leggjast að frysta vísitölu neysluverðs og aðra þá mælikvarða sem flytja peninga á milli handa innan fjármálakerfisins.    Með því var innistæðueigendum færðir gríðarlegir fjármunir í formi vaxta og verðtryggingar - sem stjórnvöld hafa um leið tekið út úr fjárhag allra almennra lántakenda og skuldsettra fjölskyldna í landinu.

Hagsmunasamtök heimilanna - og ákallshópur samstarfsaðilam Félags fasteignasala, Húseigendafélagsins og fleiri aðila . . .  munu halda áfram að knýja á um aðgerðir til aukins jafnræðis og til að freista þess að verja eignir almennings og stuðla að jafnvægi á húsnæðismarkaði.

Hvers vegna skyldu líka ungu fjölskyldurnar sem fjármögnuðu háskólanám sitt að umtalsverðu leyti þurfa að borga allt að 30% aukagreiðslu vegna hruns fjármálakerfisins     ? ? ?


mbl.is Alvarleg skilaboð felast í minni greiðsluvilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Heyr heyr.

Vésteinn Valgarðsson, 19.8.2009 kl. 11:53

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Verðtrygging hérlendis "er og hefur alltaf verið glæpsamlegt fyrirbæri" og við verðum að setja alla okkar orku í að taka hér upp dollar, fyrr komumst við ekki út úr þessum vítahring...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 19.8.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband