12.9.2009 | 09:46
Verður Magnús Árni að segja af sér; - (eða kannski Sigmundur Davíð)?
Fréttin af siðferði stjórnarmanns í Seðlabanka Íslands - sem "gjaldeyrismiðlara" framhjá stefnu Seðlabankans - eru með ólíkindum. Líklega fyrirsjáanleg framlenging á gömlu vinnubrögðunum - þar sem eiginhagsmunir og hyglingar réðu ríkjum - og einskis var svifist eins og við höfum nú fengið að reyna.
Sérkennilega gæfulaust af Sigmundi Davíð að tilnefna þennan "félaga sinn" í bankastjórn Seðlabankans - - vitandi á sama tíma að MÁS nyti tæplega trausts meðal mikilvægra framlínumanna í Framsóknarflokknum.
Í mínum huga hlýtur að verða sótt hart að Magnúsi Árna Skúlasyni um að segja af sér í stjórn Seðlabankans og það án tafar.
Á sama hátt blasir það við að þessi skipun Magnúsar Árna í lykilhlutverk í umboði formanns Framsóknarflokksins - sýnir að pólitísk dómgreind Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er ekki í góðu jafnvægi. Með þessarri framvindu hefur staða SDG grafið undan því trausti sem hann getur notið meðal þeirra sem vildu endurnýja Framsóknarflokkinn - og spurning hvenær Sigmundur Davíð verðu kominn út í það horn þar sem eina útgönguleiðin liggur í gegn um eigin afsögn sem formaður flokksins. Almennir þingmenn Framsóknar geta ekki sætt sig við það til frambúðar að einstrengingur í Sigmundi Davíð - og eitthvað tæp dómgreind hans - útiloki þá frá samstarfi við aðra flokka um lausnir.
Magnús Árni og Sigmundur Davíð hafa sýnt af sér alvarlegan dómgreindarbrest - og vafasamt siðferði - - og afsögn annars hvors þeirra eða beggja blasir við.
Gegn markmiðum Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samkvæmt íslenskri málvenju þegar upplýst er um subbulega fjármálastarfsemi var nú tekið fram að "líklega væri þetta ekki lögbrot!" Nú var svo komið að Sigmundi Davíð hafði tekist að gera sig trúverðugan pólitíkus og þess vegna er þessi frétt mér- og vafalaust ýmsum öðrum- dálítið óþægileg. Framsóknarflokkurinn var reyndar orðinn slíkur forarpyttur fjármálaspillingar að það var kannski spurning að leggja honum og stofna hreinan landsbyggðar-og umhverfisflokk. Höfuðborgarsvæðið er orðið fámennt af heiðarlegu og heilbrigðu fólki með áhuga á pólitík.
Árni Gunnarsson, 12.9.2009 kl. 10:11
Mistök Magnúsar Árna ekki mistök Framsóknarflokksins
http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/947005/
Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 10:13
Hallur
Er það ekki dómgreindarbrestur hjá þér að verja vin þinn hér í hverri athugasemd af annarri? Staðreyndin er, að hann var skipaður af Framsóknarflokknum í stjórn Seðlabankans, og braut gegn stefnu Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti, stefnu sem miðar að því að koma þjóðinni aftur á réttan kjöl. Auðvitað er það brot gegn þjóðinni allri, siðblinda og spilling. Þjóðin er búin að fá upp fyrir haus af svona eiginhagsmunapoti í skjóli stjórnmálaflokka. Auðvitað á vinur þinn að víkja úr stjórn Seðlabankans, og sá sem kom honum þangað, Sigmundur Davíð, á að sjálfsögðu að axla sína ábyrgð líka. Það er "zero tolerance" fyrir svona hegðun.
Bergþóra Jónsdóttir, 12.9.2009 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.