Kirkjan setur sig í hlutverk fórnarlambsins - - en er á sama tíma að pressa sig inn í almenna skólatímann

Algerlega óviðunandi nálgun hjá Hr. Karli Sigurbjörnssyni biskup að verið sé að ráðast á kirkjuna - með þeim breytingum sem eru í farvatninu - með því að "klisjan - kristilegt siðgæði" - sé tekið út úr viðmiðum almenningsskólans og sett í staðinn skýr krafa um að mannúð og mannvirðing og fyrirgefning og sáttfýsi sé sett í öndvegi.

Kirkjan hefur lengi verið afar afskiptalaus um skólastarfið almennt - - það er ágætt og engin eftirspurn eftir því að kirkjan komi inn til að sinna trúboði eða trúariðkun.

Þjóðkirkjan á að sinna sínum verkefnum á sínum forsendum þar sem foreldrar "færa börnin til frelsarans" - - hún á sín hús og hefur fjöldann allan af starfsmönnum á launum hjá íslenska ríkinu.

Við sem erum - - áhugasöm um einhverja þætti kirkjulegs starfs eða trúarbragðanna - - við eigum að bera þetta fram sjálf  - - en ekki troða okkur inn þar sem börnin eru að sinna skólastarfi og almennum þroska sínum.   Einkalíf og trúarlíf - - á ekki að truflast með átökum milli sjónarmiða af þessum toga.  Hr. Karl byskup á að draga í land......... og vinna með ábyrgðarmönnum menntamála á jákvæðum nótum - - ekki með þessum ósanngjarna tóni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Góður punktur þetta með stöðu fórnarlambsins - en um leið talar hún eins og hún eigi að hafa valdið. Ofurlítið fyndið samt í bland að kirkjunni skuli detta þetta í hug að þykjast vera fórnarlamb, fremur en gera sér grein fyrir því að afstaða hennar gagnvart jafnrétti sam- og gagnkynhneigðra gagnvart hjónabandi/sambúð eigi e.t.v. þátt í stytta þolinmæðisþráðinn gagnvart henni sem stofnun.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.12.2007 kl. 20:46

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Ætla ekki að segja ykkur hvað ég varð reið þegar ég las predikunina og allar þær rangfærslur sem hann leyfir sér þar. Fór að hugsa ef okkar kirkja viðurkenndi helvítisprédikanir þá mundi hann beita þeim. Var líka hugsað til sögunnar um Gosa og hvernig sumir gætu verið staðnir að því að vera með nef á við hrífuskaft. Já og þetta algjörlega óþolandi að stofnun sem er jafn áhrifamikil setji málin upp á þann hátt sem hún gerir. Setji sig í hlutverk þolandans. Finnst annars þeir piltar sem hafa mætt í Silfrið og Kastljósið hafa komið betur út en prestarnir, hafa verið málefnalegri. Hef lesið blogg einhverra ungpresta og get ekki betur séð en að sunnudagaskólarnir séu vel sóttir hjá þeim.  Er það ekki staðurinn og stundin?

Kristín Dýrfjörð, 4.12.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband