Siggi og Baldur: f.5.5.1919

Faðir minn heitinn hefði orðið 90 ára í dag 5. maí hefði hann enn verið á meðal okkar.    Þeir eldri tvíburabræður í Baldursheimi Sigurður og Baldur fæddust þennan dag - þeim Þuríði og Þóri.   

scan0009Hér er mynd af þeim bræðrum ungum - Siggi tv. og Baldur th. en Þráinn bróðir þeirra fyrir aftan.

Dreymdi þá fyrir nokkrum dögum báða pabba og Baldur - án þess að muna samhengi draumsins.  Kannski var það bara vegna þess að ég var að fletta gömlum bókum og blöðum.

Ég á alltaf eftir að hreinskrifa "minningabrotin" sem ég á uppkast að frá dögum bernskunnar.    Það á ekki að vera nein sagnfræðigreining - miklu heldur persónuleg stemming og uppgjör við tíma sem kannski er bara til í minningu manns sem var einu sinni lítill drengur sem langaði til að verða maður með mönnum og tækur til verka og


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Ég hugsa oft um þær góðu stundir sem ég átti í Mývatnssveitinni og Baldursheimi. Þar kynntist ég mörgum einstökum manneskjum, hreinskiptum og góðum. Vottur af norðan lofti gerði ekkert til, á bak við það var ekki hroki eða yfirlæti.

Heldur einstaklega ljúft og fallegt viðmót. Faðir þinn heitinn, hann Sigurður var sannarlega einn af þeim.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 6.5.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband