Í Morgunblaði dagsins er viðhorfs-pistill (bls34) eftir Egil Ólafsson. Leggur út af "Síðubók Böðvars Guðmundssonar" sem var að koma út. Kotbúskapur þess tíma sem Böðvar vísar til - - var "kotbúskapur" og mikið erfiði - oft og einatt basl fyrir þann smáa bóndann og fjölskyldu hans og ekki síður fyrir vinnuhjúin..... Það eimdi verulega eftir af þeim búskap þegar Böðvar var að vaxa upp í S'iðunni.
Egill hins vegar lendir virkilega út um víðan völl og langt frá því sem Böðvar er að tala um sem "kotbúskap og basl" - sem er engin eftirsjá að.
Sjálfbær fjölskyldu-búskapur með 300 kindur og 12 kýr um og upp úr 1970 - var að sönnu enginn stórbúskapur - - og gaf oft og iðulega ekki mikið meira en til hnífs og skeiðar . . . . en gaf þó til þarfa fjölskyldunnar og oft vel það....... Þetta var samt um leið "lífsform" - - og þannig rómantískt fyrir marga sem hafa ánægju af umgengni við sinn búsmala og það mannlíf sem sveitin elur.
Hagfræðingar og markaðshyggjumenn (m.a. Gylfi Þ Gíslason) - ásamt áætlunarbúskap Stalíns hafa lagt upp margar kenningar og rekið þónokkrar tilraunir með verksmiðjubúskap lengst af 20. öldina. Kjúklingarækt og svínarækt um heim allan eru rekin í því formi og upp á síðkastið hefur mjólkurframleiðslan víða hvar þokast í þá áttina.
Það að hafna innflutningi á sænskum kúm eða norskum - á ekkert skylt við "rómantík" kotbóndans - - og það á heldur ekkert skylt við slíka rómantík að benda á að sjálfbær rekstur smærri eininga - getur staðið undir hærri gæðastandard á matvörunni heldur en verksmiðjubúin get.
Svo má ekki gleyma þeirri mengun og sóun sem verksmiðjubúskapurinn stendur undir - í formi efna og lyjanotkunar og - og vinnuskilyrði verkafólks á kjúklingabúum í ýmsum löndum kynnu jafnvel að gera kjör margra "smábænda" á Íslandi góð.
Ekki hefur enn tekist að sýna fram á að "stærra sé endilega betra" - í rekstri kúabúa á Íslandi og ekki heldur að það sé sjálfgefið að ofurvélvæðing og fjármagnskostnaður stórbúsins færi bóndanum og fjölskyldu hans meiri tekjur og aukin lífsgæði; - í "Síðunni sinni"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.