12.11.2007 | 22:17
Breytt staða gagnvart virkjunum - - nýja atvinnulífið fær loksins byr
Það hefur reynst talsvert erfitt að koma umræðu um hátækni og nýsköpunaratvinnulífið á dagskrá hérlendis. Álversbrjálæðið hefur verið keyrt yfir umræðuna og stóru framkvæmdirnar hafa fengið allan forgang hjá stjórnvöldum.
Framsóknarflokkurinn lagði sig undir til að keyra álæðið um langt árabil og heilt ráðuneyti og risafyrirtæki eins og Landsvirkjun og jafnvel RARIK og OR og fleiri lögðu mikla fjármuni að mörkum til að keyra áróður. . . . . í eina átt.
Andmælendur álæðisins og náttúrverndarsinnar hafa verið kaffærðir undir áróðrinum og hafa þess vegna ekki náð fram með sínar röksemdir fyrir "hinu nýja atvinnulífi" hátækni og sérhæfðrar þjónustu. Menntun og rannsóknir - hafa orðið útundan á stjórntíma síðustu ríkisstjórna . . . það hefur þess vegna ekki verið fjárfest í því umhverfi sem þarf til að byggja alvöru forsendur fyrir þeim vaxtargreinum sem eru líklegastar til að skapa framtíðarvöxt og tryggja okkur samkeppnisforskot.
Nú eru loksins eitthvað að breytast forsendurnar . . og umræðan. Með innnkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. N'u reynir á að iðnaðarráðherra nái að leggja upp samstöðu um þessar breyttu áherslur og keyra upp stemmingu fyrir Vaxtarsamningum sem hafa innihald. Innihald þar sem fjárfesting í rannsóknum. menntun og þróunarstarfi - í kring um háskóla og rannsóknarstarfsemi - er þungamiðjan í atvinnuþróuninni.
Þetta er mikil áskorun - - - og þörf að ´´utfæra virka framtíðarsýn til uppbyggingar vísindagarða og þekkingarklasa - - - en ef tækifærið er ekki gripið þá er von á klúðri sem tæplega yrði fyrirgefið í bráð...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.