Jóhanna er byrjuð að snúa ofan af áralöngu aðgerðaleysi - eða ranglæti Framóknar

Málefni þess hóps sem á langveik og mikið fötluð börn eru búin að vera illa meðhöndluð.   Nú er Jóhanna að stíga inn til að létta og leiðrétta -  en kannski nær þetta ekki nógu langt.  Aðgerðanna er þörf og ég mun reyna að fylgjast með hverju þessi áfangi skilar.

Veit líka að á landsbyggðinni er gríðarlega mikilvægt að efla og koma upp vistunarúrræðum - til lengri og skemmri tima - fyrir langveik og mikið fötluð börn.  Rjóðrið í Kópavogi var frábær viðbót á sínum tíma - en þjónar ekki öllum og er býsna erfitt fyrir þá sem í fjarlægari landshlutum búa að nýta sér sem skyldi. 

Þarna er átaks þörf og mikilvægt að Jóhanna fái að vita af því - sem og að samtök og velvildaraðilar komi inn í þennan þjónustugeira á ný - svo sem eins og Þroskahjálp og skyld félög áður gerðu.  Mér sýnist að hér vanti baráttufólk til að taka á fyrir hönd þeirra sem sjálfir standa í stríðinu alla daga  - með sín börn.

 


mbl.is Félagsmálaráðherra boðar úrbætur fyrir langveik börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Örn Guðbrandsson

Þú hér!
Gaman að því - hef verið að fylgjast með þér hinumegin.  Rakst svo á þig núna þar sem ég var að fylgjast með viðbrögðum fólks við fréttinni um úrbætur þær sem Jóhanna boðaði í dag.
Var viðstaddur fund Jóhönnu í dag og sýnist við fyrstu skoðun að þetta sé ekkert minna en stórkostleg kjarabót fyrir fjölskyldur langveikra barna. 

Í plaggi sem lagt var fram í dag var einnig minnst á þjónustuúrræði fyrir langveik börn og að þau verði skipulögð út frá þjónustu við fötluð börn.  Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr frekari vinnu á því sviði.  En það er samt staðreynd að úrræði eins og Rjóðrið hefur alls ekki hentað t.d. krabbameinsveikum börnum, þau þurfa fyrst og fremst á ummönnun foreldranna að halda. 
Vissulega þarf að fara vel ofaní það hvað gerist eftir að hinni almennu krabbameinsmeðferð líkur og ljóst að þar þarf að bæta töluvert úr. 

Uss... þetta er orðin langloka.

Kær kveðja
Óskar Örn

Óskar Örn Guðbrandsson, 14.11.2007 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband